130 milljónir í ráðgjöf vegna skuldaviðræðna Ingvar Haraldsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Reykjanesbær fær stóran hluta af kostnaði vegna aðkeyptar sérfræðiráðgjafar endurgreiddan frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaganna samkvæmt Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar. vísir/gva Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Reykjanesbær og Reykjaneshöfn greiddu 130 milljónir króna fyrir aðkeypta ráðgjöf og aðra sérfræðivinnu á síðasta ári vegna viðræðna við kröfuhafa sína um niðurfellingu skulda. Þetta kemur fram í svari bæjarins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, telur ráðgjöfina hafi verið nauðsynlega forsendu viðræðna við kröfuhafa bæjarins sem hófust í mars á síðasta ári. „Við hefðum ekki farið í þær annars,“ segir hann. Inni í upphæðinni sé meðal annars greiðsla fyrir fjárhagslega úttekt sem gerð var á Reykjanesbæ árið 2014. Fjöldi utanaðkomandi lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðenda hafi unnið fyrir Reykjanesbæ í viðræðunum að sögn Kjartans. „Þessar útseldu stofur eru með háa taxta,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær greiddi sjálfur meginþorra upphæðarinnar eða 120 milljónir króna en Reykjaneshöfn 10 milljónir króna. Kjartan segir að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga muni endurgreiða stóran hluta af útlögðum kostnaði vegna ráðgjafarinnar. Það verði hins vegar ekki gert upp fyrr en viðræðum við kröfuhafa ljúki.Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri ReykjanesbæjarÍ kynningu Reykjanesbæjar til allra kröfuhafa frá 22. febrúar kemur fram að samkomulag hafi náðst við kröfuhafa Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf. (EFF), um að afskrifa þyrfti 6.350 milljónir króna af heildarskuldum bæjarins svo hann geti uppfyllt lögbundið 150% skuldaviðmið árið 2022. Reykjanesbær hafði hótað því að óska eftir því að innanríkisráðuneytið skipaði fjárhagsstjórn yfir bænum myndi samkomulag ekki nást við kröfuhafa EFF. Samþykki annarra kröfuhafa fyrir afskriftarupphæðinni liggur hins vegar ekki fyrir að sögn Kjartans. Þá segir Kjartan ekkert samkomulag komið á um hve háa upphæð hver kröfuhafi afskrifi, hvorki í tilfelli kröfuhafa EFF né annarra. Bæjarfélagið skuldaði EFF 12,6 milljarða króna í árslok 2015. Heildarskuldir Reykjanesbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun verða 44 milljarðar króna í árslok 2016 verði engar af skuldum bæjarins afskrifaðar. „Þetta er búið að taka miklu lengri tíma heldur en við reiknuðum með í upphafi,“ segir Kjartan Már. Hins vegar sé of seint að snúa við nú. „Við erum komin allt of langt í málinu til að setja niður fótinn eða hætta við núna,“ segir Kjartan Már. Þá muni ráðgjöfin borga sig, og vel það, takist að semja um tæplega 6,4 milljarða króna afskrift á skuldum bæjarins. „Þó að þetta séu vissulega háar tölur, ég er ekki að gera lítið úr því,“ segir Kjartan Már. Reykjanesbær ber ábyrgð á skuldum Reykjaneshafnar. Höfnin hefur verið í greiðslustöðvun frá 15.?október og fékk síðast greiðslufrest framlengdan til 15. mars. Kjartan segir að upphaflega hafi staðið til að funda þá með öllum kröfuhöfum en nú standi til að fresta fundinum um mánuð, til 15. apríl. Markmið viðræðnanna hefur verið að gera Reykjanesbæ kleift að koma bænum undir lögbundið 150% skuldaviðmið fyrir árið 2022. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar eru nú 221 prósent og miðað við áætlunar Reykjanesbæjar verður hlutfallið yfir 200 prósent árið 2022 fáist skuldir ekki afskrifaðar.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira