"Nær mun annar eldsær rísa?“ Pétur Gunnarsson skrifar 12. mars 2016 07:00 Algengur frasi í Íslendingasögum er „hann var mikill ójafnaðarmaður“ og „hann var enginn jafnaðarmaður“. Það er varla að jafnaðarmaður komi fyrir án neitunar. Aftur á móti er mikið framboð af ójafnaðarmönnum: „Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld voru litlir jafnaðarmenn“, segir í Grettlu. Í samfélagi ofbeldisréttarins er ekki jarðvegur fyrir jöfnuð. Það væri þá helst Dauðinn sem leggur alla að velli jafnt, en flytur líka með sér kærkomið réttlæti, lægir rostann í ribböldum og valdsmönnum og færir menn til Himnaríkis sem er jafnaðarríki – með jákvæðri mismunun: hinir síðustu verða fyrstir. „Sósíalisti“ og „kommúnist“ koma fyrst fyrir í íslenskum texta hjá hinum melankólska Gísla Brynjúlfssyni sem í Dagbók sinni í Höfn veltir því fyrir sér hvort það sé satt að „Hann (Kristur) sé fyrsti kommúnisti eða sócíalisti?“ Þetta var árið 1848 þegar alda byltinga reið yfir Evrópu. Að þessu sinni var það ekki borgarastéttin sem leiddi eins og fyrir 59 árum, heldur alþýðan sem gerði kröfur á hendur borgurunum. Kröfu um réttinn til að kjósa, réttinn til að mynda samtök en fyrir hann var girt með sérstökum lögum frá 1791 og sama var raunar uppi á teningnum í Englandi (1832) og Þýskalandi (1854) - stjórnmálaþátttaka verkalýðsins var ýmist bönnuð eða skilyrt með efnahag sem jafngilti útilokun. „Oft er ég að hugsa um það hvort mér ekki auðnist að lifa það að socialismus sigri einhvers staðar“, skrifar Einar Benediktsson í bréfi til Péturs á Gautlöndum árið 1894, og bætir við: „Séra Benedikt á Grenjaðarstað segir: Anno 20.000. Ég trúi ekki á hans rauðaglósur. – Nær mun annar eldsær rísa?“ Annað skáld, Þorsteinn Erlingsson, boðar kenninguna fullum fetum í byrjun 20. aldar. Í öðru tölublaði Alþýðublaðsins, þann 21. janúar 1906, er skýrt frá því að í undirbúningi sé stofnun verkamannafélags sem „á að heita Dagsbrún“. Í sama blaði á Þorsteinn grein upp á þrjár blaðsíður sem hann nefnir „Verkefnin“: „...en það þykist jeg sjá í hendi minni, að verkmannasamtökum og verkmannablaði eða alþýðumanna getur því aðeins orðið lífs auðið og framgángs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar Sósíalismus og nú er aðal athvarf verkmanna og lítilmagna hins svokallaða menntaða heims.“ Hér vísar Þorsteinn til hreyfingar sósíalista úti í Evrópu sem hafði stofnað Alþjóðasamband árið 1889, réttum hundrað árum eftir frönsku byltinguna. Því hreyfing jafnaðarmanna hlaut að vera að minnsta kosti jafn alþjóðleg og kapítalisminn. Kautsky er þýskur, Lenín Rússi, Rósa Luxemburg Pólverji, Jaurès Frakki... en öll koma þau saman í bandalagi sem hefur eitt og sama markmið: að koma alþýðu landanna til valda og grundvalla þjóðskipulag í þágu almennings í stað auðstéttar. Og þú veist hvernig fór: árið 1917, í miðri heimsstyrjöld, braust út bylting í Rússlandi og í stríðslokin í Þýskalandi. Í Rússlandi náði hún með harmkvælum að skjóta rótum, en í Þýskalandi var hún kæfð í blóði og róttækustu foringjar jafnaðarmanna, Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht, tekin af lífi. Rússneska byltingin var fyrirburi sem lést í öndunarvélinni en upp af beðnum reis Frankenstein – sem breytir ekki því að óttinn við fordæmi rússnesku byltingarinnar skóp alþýðuflokkum á Vesturlöndum vígstöðu, en klauf jafnframt hreyfinguna í jafnaðarmenn (sósíaldemókrata) og sósíalista (komma). Engu að síður var það alþýðufylgi þessara hreyfinga sem skóp samfélögin kennd við velferð.Best lýst með gamansögu Stöðu stjórnmálanna í dag verður kannski best lýst með gamansögu sem sögð hefur verið um Halldór Laxness. Bíllinn hans fór ekki í gang á ljósum og bílstjórinn fyrir aftan lá á flautunni. Uns Halldóri leiddist þófið, vatt sér út úr sínum bíl, gekk til bílstjórans óþolinmóða og sagði: „Nú skulum við skipta um sæti, ég skal þeyta hornið á þínum bíl á meðan þú startar mínum.“ Það virðist litlu breyta hverjir eru við stjórnvölinn, það gerist ekki neitt. Vegna þess að við erum stödd á vegamótum sem eru í raun og veru gjá. Og minnir á orðin frægu sem Lenín lét falla á miðstjórnarfundinum: „Félagar, í fyrra vorum við á barmi hyldýpisins, í ár höfum við tekið risaskref fram á við.“ Málið er að snúa við. Nú er það ekki verkalýðurinn, alþýðan, launþegarnir sem heimta breytingar heldur jörðin, lífríkið. Og þær eru svo róttækar að hætt er við að stjórnmálamaður sem tæki þær sér í munn hefði um leið lokið erindi sínu. En verkefnið hverfur ekki fyrir það: allar auðlindir þjóðanna verða að fara í uppihald kerfanna sem við kennum við heilbrigði, menntun, samgöngur, löggæslu o.s.frv. í stuttu máli: mannsæmandi líf. Ekki prósenta heldur 100%. Sem aftur útheimtir skipulag framleiðslunnar í áður óþekktum mæli. Kannski verður það ekki fyrr en árið 20 þúsund, eins og Benedikt á Grenjaðarstað spáði, sem breytir ekki því að allir dagar sem eru fram yfir daginn í dag þoka okkur nær hyldýpinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Algengur frasi í Íslendingasögum er „hann var mikill ójafnaðarmaður“ og „hann var enginn jafnaðarmaður“. Það er varla að jafnaðarmaður komi fyrir án neitunar. Aftur á móti er mikið framboð af ójafnaðarmönnum: „Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld voru litlir jafnaðarmenn“, segir í Grettlu. Í samfélagi ofbeldisréttarins er ekki jarðvegur fyrir jöfnuð. Það væri þá helst Dauðinn sem leggur alla að velli jafnt, en flytur líka með sér kærkomið réttlæti, lægir rostann í ribböldum og valdsmönnum og færir menn til Himnaríkis sem er jafnaðarríki – með jákvæðri mismunun: hinir síðustu verða fyrstir. „Sósíalisti“ og „kommúnist“ koma fyrst fyrir í íslenskum texta hjá hinum melankólska Gísla Brynjúlfssyni sem í Dagbók sinni í Höfn veltir því fyrir sér hvort það sé satt að „Hann (Kristur) sé fyrsti kommúnisti eða sócíalisti?“ Þetta var árið 1848 þegar alda byltinga reið yfir Evrópu. Að þessu sinni var það ekki borgarastéttin sem leiddi eins og fyrir 59 árum, heldur alþýðan sem gerði kröfur á hendur borgurunum. Kröfu um réttinn til að kjósa, réttinn til að mynda samtök en fyrir hann var girt með sérstökum lögum frá 1791 og sama var raunar uppi á teningnum í Englandi (1832) og Þýskalandi (1854) - stjórnmálaþátttaka verkalýðsins var ýmist bönnuð eða skilyrt með efnahag sem jafngilti útilokun. „Oft er ég að hugsa um það hvort mér ekki auðnist að lifa það að socialismus sigri einhvers staðar“, skrifar Einar Benediktsson í bréfi til Péturs á Gautlöndum árið 1894, og bætir við: „Séra Benedikt á Grenjaðarstað segir: Anno 20.000. Ég trúi ekki á hans rauðaglósur. – Nær mun annar eldsær rísa?“ Annað skáld, Þorsteinn Erlingsson, boðar kenninguna fullum fetum í byrjun 20. aldar. Í öðru tölublaði Alþýðublaðsins, þann 21. janúar 1906, er skýrt frá því að í undirbúningi sé stofnun verkamannafélags sem „á að heita Dagsbrún“. Í sama blaði á Þorsteinn grein upp á þrjár blaðsíður sem hann nefnir „Verkefnin“: „...en það þykist jeg sjá í hendi minni, að verkmannasamtökum og verkmannablaði eða alþýðumanna getur því aðeins orðið lífs auðið og framgángs, að þau snúi sér með fullri djörfung og heils hugar að þeirri stefnu, sem heimurinn kallar Sósíalismus og nú er aðal athvarf verkmanna og lítilmagna hins svokallaða menntaða heims.“ Hér vísar Þorsteinn til hreyfingar sósíalista úti í Evrópu sem hafði stofnað Alþjóðasamband árið 1889, réttum hundrað árum eftir frönsku byltinguna. Því hreyfing jafnaðarmanna hlaut að vera að minnsta kosti jafn alþjóðleg og kapítalisminn. Kautsky er þýskur, Lenín Rússi, Rósa Luxemburg Pólverji, Jaurès Frakki... en öll koma þau saman í bandalagi sem hefur eitt og sama markmið: að koma alþýðu landanna til valda og grundvalla þjóðskipulag í þágu almennings í stað auðstéttar. Og þú veist hvernig fór: árið 1917, í miðri heimsstyrjöld, braust út bylting í Rússlandi og í stríðslokin í Þýskalandi. Í Rússlandi náði hún með harmkvælum að skjóta rótum, en í Þýskalandi var hún kæfð í blóði og róttækustu foringjar jafnaðarmanna, Rósa Luxemburg og Karl Liebknecht, tekin af lífi. Rússneska byltingin var fyrirburi sem lést í öndunarvélinni en upp af beðnum reis Frankenstein – sem breytir ekki því að óttinn við fordæmi rússnesku byltingarinnar skóp alþýðuflokkum á Vesturlöndum vígstöðu, en klauf jafnframt hreyfinguna í jafnaðarmenn (sósíaldemókrata) og sósíalista (komma). Engu að síður var það alþýðufylgi þessara hreyfinga sem skóp samfélögin kennd við velferð.Best lýst með gamansögu Stöðu stjórnmálanna í dag verður kannski best lýst með gamansögu sem sögð hefur verið um Halldór Laxness. Bíllinn hans fór ekki í gang á ljósum og bílstjórinn fyrir aftan lá á flautunni. Uns Halldóri leiddist þófið, vatt sér út úr sínum bíl, gekk til bílstjórans óþolinmóða og sagði: „Nú skulum við skipta um sæti, ég skal þeyta hornið á þínum bíl á meðan þú startar mínum.“ Það virðist litlu breyta hverjir eru við stjórnvölinn, það gerist ekki neitt. Vegna þess að við erum stödd á vegamótum sem eru í raun og veru gjá. Og minnir á orðin frægu sem Lenín lét falla á miðstjórnarfundinum: „Félagar, í fyrra vorum við á barmi hyldýpisins, í ár höfum við tekið risaskref fram á við.“ Málið er að snúa við. Nú er það ekki verkalýðurinn, alþýðan, launþegarnir sem heimta breytingar heldur jörðin, lífríkið. Og þær eru svo róttækar að hætt er við að stjórnmálamaður sem tæki þær sér í munn hefði um leið lokið erindi sínu. En verkefnið hverfur ekki fyrir það: allar auðlindir þjóðanna verða að fara í uppihald kerfanna sem við kennum við heilbrigði, menntun, samgöngur, löggæslu o.s.frv. í stuttu máli: mannsæmandi líf. Ekki prósenta heldur 100%. Sem aftur útheimtir skipulag framleiðslunnar í áður óþekktum mæli. Kannski verður það ekki fyrr en árið 20 þúsund, eins og Benedikt á Grenjaðarstað spáði, sem breytir ekki því að allir dagar sem eru fram yfir daginn í dag þoka okkur nær hyldýpinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar