Sport

Daði Freyr og Guðrún Íslandsmeistarar í borðtennis

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mótið fór vel fram.
Mótið fór vel fram. vísir/ernir
Íslandsmótið í borðtennis 2016 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu um helgina.

Mótið var mjög fjölmennt þar sem keppendur komu frá félögunum Víkingi, KR, HK, Dímon, BH, Umf. Heklu og Akur.

Í Meistaraflokki karla sigraði Daði Freyr Guðmundsson Víkingi eftir að hafa sigrað Magnús J. Hjartarson Víkingi í úrslitaleik 4 – 0. Í Meistaraflokki kvenna sigraði Guðrún G Björnsdóttir,KR, eftir að hafa sigrað í úrslitaleik gegn Aldísi Rún Lárusdóttur, KR, 4 – 1.

Hér að neðan má sjá önnur úrslit helgarinnar:

Í Tvíliðaleik karla voru Íslandsmeistarar  Daði Freyr Guðmundsson og Magnús Finnur Magnússon Víkingur.

Í Tvíliðaleik kvenna voru Íslandsmeistarar Guðrún G Björnsdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir KR.

Í Tvenndarkeppni voru Íslandsmeistarar Bjarni Bjarnason og Kolfinna Bjarnadóttir HK.

Í 1. Flokki karla varð  Birgir Ívarsson BH Íslandsmeistari.

Í 1. Flokki kvenna varð Eyrún Elíasdóttir Víkingur Íslandsmeistari.

Í 2. Flokki karla varð Guðmundur Ragnar Guðmundsson Víkingur Íslandsmeistari.

Í 2. Flokki kvenna varð Þórunn Á. Árnadóttir Víkingur Íslandsmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×