Hættur að blogga um orkumál: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“ ingvar haraldsson skrifar 14. mars 2016 14:33 Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og sérfræðingur um orkumál er hættur að tjá sig á Orkublogginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, sem haldið hefur úti vefnum Orkublogginu, er hættur að tjá sig á þeim vettvangi. Hann ber við sig þrýsting frá Norðuráli, sem hann segir ekki lengur hægt að lifa við. Ketill sem rekur eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði orkumála segir, í því sem ætla má að verði hans síðasta færsla, að Norðurál hafi haft samband við fjármálafyrirtæki hér á landi og kvartað undan því að átt væri í viðskiptum við Ketil. Ketill hefur skrifað fjölda færslna um orkumál hér á landi undanfarin ár þar sem hann hefur fullyrt að íslensk stóriðja greiði almennt mun lægra verð fyrir orku en almennt viðgangist í helstu nágrannalöndum. „Það var svo í júní á liðnu ári, 2015, að einn af bankastjórunum í íslenska bankakerfinu hafði samband við mig. Og varaði mig við því að Norðurál væri að undirbúa herferð gegn mínum málflutningi. Og væri að reyna að ráða almannatengla til verksins. Og viðkomandi bætti við þessum skemmtilegu orðum: „Þeir ætla sér að eyðileggja þig“,“ segir Ketill á vefsvæði sínu. „Það fór reyndar svo að miðað við ruglukollana sem spruttu nú fram með áróðursskrif fyrir stóriðju og gegn sæstreng, virðist sem Norðuráli hafi gengið eitthvað illa að fá fagfólk til þess verks. Það er a.m.k. svo að ruglukollaskrifin sem þarna spruttu fram eru svo yfirfull af röngum upplýsingum og sleikjuskap við Norðurál og önnur álfyrirtæki, að það er stundum vandséð hvort þau eigi að flokka sem hlægilega vitleysu eða áróður,“ segir Ketill.Ætlar á alþjóðamarkaðKetill segist ekki lengur geta starfað á Íslandsmarkaði vegna þrýstings stórfyrirtækja. „Það er engu að síður svo að ég hef orðið sífellt meira var við það að bæði í orkugeiranum hér, fjármálageiranum og víðar þrífst víða mikil undirgefni gagnvart Norðuráli og öðrum stóriðjufyrirtækjum sem hér starfa. Enda eru þessi útlendu stóriðjufyrirtæki með mikla veltu og kaupa hér margvíslega þjónustu. Og það eitt og sér skapar þeim völd.“ „Hvað viðvíkur mér, þá er þarna um að ræða þvílíka yfirburðastöðu að einstaklingur getur ekki til lengdar verið í því hlutverki að upplýsa um hið sanna um viðskiptaumhverfi og starfsaðferðir þessara fyrirtækja. Þess vegna er nú svo komið að ég ætla að draga mig í hlé frá slíkri umfjöllun.“ Ketill hefur því ákveðið að beita sér alfarið að alþjóðlegri ráðgjöf á sviði orkumála.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira