Sparissjóðsstjórinn ákærður fyrir 730 milljóna króna lánveitingar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. mars 2016 15:27 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir að misnota aðstöðu sína sem sparisjóðsstjóri með lánveitingum til einkahlutafélaga. Ákæran gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna en af þeim töpuðust um 730 milljónir. Kjarninn birti ákæruna í dag en sagt var frá því að ákæra hefði verið gefin út á hendur sparisjóðsstjóranum fyrrverandi í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán. Lánið var fært yfir í Sparisjóðabankanna, sem þá hét Icebank, sem notað var sem handveð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum félagsins Suðurnesjamanna ehf. gagnvart bankanum. 22. September árið 2008, um þremur mánuðum eftir að lánið hjá sparisjóðnum fékkst var gengið að allir innistæðu reikningsins til að greiða upp skuld Suðurnesjamanna við bankann. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins til Duggs og var hún afskrifuðu í júlí á síðasta ári. Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum en við framsalið eignaðist dótturfélag sjóðsins kröfu á Fossvogshyl. Á endanum fengust um 50 milljónir upp í kröfurnar. Enginn lánasamningur mun hafa verið gerður og ekki gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd, að því er segir í ákærunni. Félagið var síðar framselt til sonar Geirmundar, Sverris, í mars árið 2008. Lánveiting var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars árið 2010 eftir að krafa Víkna var færð yfir í sjóðinn og flokkuð þar sem útlán. Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Ákæran gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna en af þeim töpuðust um 730 milljónir. Kjarninn birti ákæruna í dag en sagt var frá því að ákæra hefði verið gefin út á hendur sparisjóðsstjóranum fyrrverandi í gær. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán. Lánið var fært yfir í Sparisjóðabankanna, sem þá hét Icebank, sem notað var sem handveð fyrir öllum skuldum og skuldbindingum félagsins Suðurnesjamanna ehf. gagnvart bankanum. 22. September árið 2008, um þremur mánuðum eftir að lánið hjá sparisjóðnum fékkst var gengið að allir innistæðu reikningsins til að greiða upp skuld Suðurnesjamanna við bankann. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins til Duggs og var hún afskrifuðu í júlí á síðasta ári. Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu verulegri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljóna króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum en við framsalið eignaðist dótturfélag sjóðsins kröfu á Fossvogshyl. Á endanum fengust um 50 milljónir upp í kröfurnar. Enginn lánasamningur mun hafa verið gerður og ekki gengið frá neinni tryggingu fyrir því að krafan yrði greidd, að því er segir í ákærunni. Félagið var síðar framselt til sonar Geirmundar, Sverris, í mars árið 2008. Lánveiting var að fullu afskrifuð í bókhaldi sparisjóðsins í mars árið 2010 eftir að krafa Víkna var færð yfir í sjóðinn og flokkuð þar sem útlán.
Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira