Krím – geymt en ekki gleymt David Lidington skrifar 19. mars 2016 07:00 Nú eru tvö ár liðin frá því rússnesk stjórnvöld settu á svið ólöglega og ólögmæta „þjóðaratkvæðagreiðslu“ á Krím. Þessi skrípa-atkvæðagreiðsla hafði lítið með lýðræði að gera; efnt var til hennar í miklum flýti, á aðeins tveimur vikum, og fór fram með rússneska hermenn með alvæpni hvarvetna. Engir alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn fengu að fylgjast með því hvernig að atkvæðagreiðslunni var staðið. Hún var liður í fyrirfram ákveðinni atburðarás sem endaði með innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta var í fyrsta sinn í marga áratugi að landamærum í Evrópu var breytt með valdi. Þetta var hreint og klárt landrán. Með því að innlima ólöglega úkraínskt land, vanvirða friðhelgi landamæra Úkraínu og stuðla auk þess leynt og ljóst að óróa í austurhéruðum Úkraínu brutu rússnesk stjórnvöld alvarlega gegn alþjóðalögum. Langstærstur hluti alþjóðasamfélagsins hefur fordæmt þessar aðgerðir. Bretland viðurkennir ekki innlimun Krím í Rússland, og mun ekki gera það. Við Bretar munum heldur ekki gleyma þjáningum þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldi Rússa, svo sem þjóðernisminnihlutahópar á Krím, ekki síst Krím-tatarar. Andspænis vaxandi ofsóknum og kúgun af hálfu rússneskra yfirvalda hafa um 10.000 Krím-tatarar flúið heimahaga sína síðan í mars 2014. Innlimun Krím í Rússland var brot á margvíslegum alþjóðlegum skuldbindingum, svo sem stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, Helsinki-sáttmála ÖSE og samningnum sem gerður var árið 1997 milli Rússlands og Úkraínu, sem festi í sessi landamæri ríkjanna eftir upplausn Sovétríkjanna og stöðu rússneska Svartahafsflotans og aðstöðu hans í Sevastopol. Aðgerðir sem þessar grafa undan sameiginlegu öryggi í Evrópu; öryggi sem hefur verið byggt upp á löngum tíma á grunni gagnkvæms skilnings, trausts og sameiginlegra gilda. Þetta kallar á að við spyrnum fast við fótum gegn þessari hættulegu hegðun Rússa og bregðumst við af þeirri alvöru og ákveðni sem viðfangsefnið krefst. Þetta útheimtir líka að við eflum fælingarmátt sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins með því að taka ákvarðanir á næsta leiðtogafundi bandalagsins í Varsjá í sumar um að styrkja varnarviðbúnað þess í Austur-Evrópu. Þetta þýðir líka að viðhalda þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, í því skyni að beita stjórnvöld þar í landi áfram viðeigandi þrýstingi um að breyta um stefnu. Og þetta þýðir ennfremur að við verðum að veita þeim löndum sem verða fyrir ógnunum og inngripum Rússa viðeigandi stuðning, bæði pólitískan og praktískan. Við verðum að senda einföld, skýr og samróma skilaboð til Rússa – að ekkert land, hversu stórt og öflugt sem það er, geti komist upp með að virða alþjóðalög að vettugi. Ólögleg innlimun Krím í Rússland var ofbeldisaðgerð. Andspænis slíku ofbeldi verðum við að standa sameinuð til varnar okkar sameiginlegu gildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú eru tvö ár liðin frá því rússnesk stjórnvöld settu á svið ólöglega og ólögmæta „þjóðaratkvæðagreiðslu“ á Krím. Þessi skrípa-atkvæðagreiðsla hafði lítið með lýðræði að gera; efnt var til hennar í miklum flýti, á aðeins tveimur vikum, og fór fram með rússneska hermenn með alvæpni hvarvetna. Engir alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn fengu að fylgjast með því hvernig að atkvæðagreiðslunni var staðið. Hún var liður í fyrirfram ákveðinni atburðarás sem endaði með innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta var í fyrsta sinn í marga áratugi að landamærum í Evrópu var breytt með valdi. Þetta var hreint og klárt landrán. Með því að innlima ólöglega úkraínskt land, vanvirða friðhelgi landamæra Úkraínu og stuðla auk þess leynt og ljóst að óróa í austurhéruðum Úkraínu brutu rússnesk stjórnvöld alvarlega gegn alþjóðalögum. Langstærstur hluti alþjóðasamfélagsins hefur fordæmt þessar aðgerðir. Bretland viðurkennir ekki innlimun Krím í Rússland, og mun ekki gera það. Við Bretar munum heldur ekki gleyma þjáningum þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldi Rússa, svo sem þjóðernisminnihlutahópar á Krím, ekki síst Krím-tatarar. Andspænis vaxandi ofsóknum og kúgun af hálfu rússneskra yfirvalda hafa um 10.000 Krím-tatarar flúið heimahaga sína síðan í mars 2014. Innlimun Krím í Rússland var brot á margvíslegum alþjóðlegum skuldbindingum, svo sem stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, Helsinki-sáttmála ÖSE og samningnum sem gerður var árið 1997 milli Rússlands og Úkraínu, sem festi í sessi landamæri ríkjanna eftir upplausn Sovétríkjanna og stöðu rússneska Svartahafsflotans og aðstöðu hans í Sevastopol. Aðgerðir sem þessar grafa undan sameiginlegu öryggi í Evrópu; öryggi sem hefur verið byggt upp á löngum tíma á grunni gagnkvæms skilnings, trausts og sameiginlegra gilda. Þetta kallar á að við spyrnum fast við fótum gegn þessari hættulegu hegðun Rússa og bregðumst við af þeirri alvöru og ákveðni sem viðfangsefnið krefst. Þetta útheimtir líka að við eflum fælingarmátt sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins með því að taka ákvarðanir á næsta leiðtogafundi bandalagsins í Varsjá í sumar um að styrkja varnarviðbúnað þess í Austur-Evrópu. Þetta þýðir líka að viðhalda þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, í því skyni að beita stjórnvöld þar í landi áfram viðeigandi þrýstingi um að breyta um stefnu. Og þetta þýðir ennfremur að við verðum að veita þeim löndum sem verða fyrir ógnunum og inngripum Rússa viðeigandi stuðning, bæði pólitískan og praktískan. Við verðum að senda einföld, skýr og samróma skilaboð til Rússa – að ekkert land, hversu stórt og öflugt sem það er, geti komist upp með að virða alþjóðalög að vettugi. Ólögleg innlimun Krím í Rússland var ofbeldisaðgerð. Andspænis slíku ofbeldi verðum við að standa sameinuð til varnar okkar sameiginlegu gildum.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun