Deilt um búvörusamninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2016 15:30 Frá fundinum í morgun. Vísir/Jón Hákon Hagsmunasamtök segja búvörusamningana koma niður á neytendum og að ýmsum tækifærum hafi verið sólundað með gerð þeirra. Þá er því haldið fram að samingarnir endurspegli ekki þær breytingar sem hafi orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þá hefur því verið haldið fram að fulltrúar neytenda hafi ekki fengið að koma að gerð samninganna. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi hagsmunaaðila á Grand Hótel í morgun. Að fundinum stóðu Neytendasamtökin, Samtök Verslunar og þjónustu, Félag Atvinnurekenda, Samtök skattgreiðenda, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Öryrkjabandalag Íslands, Viðskiptaráð Íslands og ASÍ. Á vef Félags atvinnurekenda er farið lauslega yfir hvað fram kom á fundinum. Þar segir að neytendur greiði nú um þrettán milljarða króna á ári í beina styrki til landbúnaðarins og beri sex til átta milljarða kostnað af tollvernd í formi hærra vöruverðs. Þar að auki dragi tollvernd úr samkeppni og vöruúrvali.Markmiðið að efla landbúnað Tilkynnt var um undirritun samninganna þann 19. febrúar. Í samningunum segir að meginmarkmið þeirra sé að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sóknarfæri. Þeim sé ætlað að auka verðmætasköpun og nýta þau tækifæri sem felist í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Samkvæmt samningunum munu þeir kosta rúma 132 milljarða króna á þessum tíu árum. Eins og áður hefur komið fram er samningurinn verðtryggður og munu fjárhæðir uppfærast í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Hægt er að skoða samingana á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.BúvörusamningarCreate your own infographicsEins og sjá má í töflunni hér að ofan er mest fjármagn ætlað nautgriparæktendum og mjólkurframleiðendum. Það er alls 63,5 milljarðar króna af 132. Samningarnir verða endurskoðaðir árið 2019 og 2023. Fyrst og fremst verði horft til þess hvernig markmið þeirra hafi gengið eftir.Harðlega gagnrýndir Búvörusamningarnir hafa verið gagnrýndir harðlega frá því þeir voru birtir, en Alþingi á þó eftir að kjósa um þá. Samningarnir munu gilda frá og með 1. janúar til og með 31. desember 2026. Viðskiptaráð hefur hvatt Alþingi til að hafna samningunum og segir að þröngir skammtímahagsmunir hefði verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna þegar samningarnir voru gerðir. Nær alfarið hafi verið litið fram hjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Svínabændur segja samningana vega að rótum svínaræktunar á Íslandi og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. Þá gekk fulltrúi svínabænda út af búnaðarþingi í gær, eftir að hafa lýst yfir óánægju með hlut svínabænda í búvörusamningum. Fyrir helgi sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hefði hafnað öllum umleitunum um að ASÍ kæmi að búvörusamningaborðinu fyrir neytendur. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sagðist ekki sjá nein merki um að með samningunum væri dregið úr kosnaði neytenda né ábati þeirra aukinn. Þá sagði Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ, að samningurinn hefði gefið tilefni til þess að reyna að skapa meiri sátt um landbúnaðarkerfið, auka samkeppnishæfni og hvata til nýsköpunar. Hún sagði það sérstakt að það skuli enn vera lokað ferli hagsmunasamtaka bænda og landbúnaðarráðherra að gera þessa samninga, án þess að fulltrúum neytenda sé hleypt að.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær.Vísir/VilhelmStuðningurinn breyst verulega Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði á Búnaðarþingi í gær að miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins við landbúnað á síðustu áratugum. Fyrir 25 árum hefði hann miðast við fimm prósent af landsframleiðslu. Væri svipað viðmið á hlutunum í dag væri stuðningurinn tæpir hundrað milljarðar. Ekki tæpir þrettán í stuðning og átta til viðbótar í markaðsvernd. „Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar,“ sagði Sindri. Hann sagðist hafa skilning á óánægju svínaræktenda með að áherslum þeirra hefði ekki verið náð fram. Þeim hefði verið haldið til haga við samningaborðið en Bændasamtökin hefðu ekki setið ein við það borð. Sindri sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða.Meira samráð en áður Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hefur sagt að stuðningur við íslenska bændur hafi komið neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Hann sagði að með samningunum væri verið að afnema kvótakerfið í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Hann sagði að meira samráð hefði verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr fimm prósentum af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014. Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Sólunduðu tækifæri til að ná sátt „Við höfum talið að varðandi þennan búvörusamning að tækifærinu sem fólst í þessum búvörusamningi hafi verið sólundað.“ 1. mars 2016 13:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Bændur vilja meiri skilning Bændur vilja meiri skilning á kostnaði vegna hertra aðbúnaðarreglna. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar er á bilinu fimm til sjö milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. 29. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Hagsmunasamtök segja búvörusamningana koma niður á neytendum og að ýmsum tækifærum hafi verið sólundað með gerð þeirra. Þá er því haldið fram að samingarnir endurspegli ekki þær breytingar sem hafi orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þá hefur því verið haldið fram að fulltrúar neytenda hafi ekki fengið að koma að gerð samninganna. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi hagsmunaaðila á Grand Hótel í morgun. Að fundinum stóðu Neytendasamtökin, Samtök Verslunar og þjónustu, Félag Atvinnurekenda, Samtök skattgreiðenda, Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Öryrkjabandalag Íslands, Viðskiptaráð Íslands og ASÍ. Á vef Félags atvinnurekenda er farið lauslega yfir hvað fram kom á fundinum. Þar segir að neytendur greiði nú um þrettán milljarða króna á ári í beina styrki til landbúnaðarins og beri sex til átta milljarða kostnað af tollvernd í formi hærra vöruverðs. Þar að auki dragi tollvernd úr samkeppni og vöruúrvali.Markmiðið að efla landbúnað Tilkynnt var um undirritun samninganna þann 19. febrúar. Í samningunum segir að meginmarkmið þeirra sé að efla íslenskan landbúnað og skapa greininni sóknarfæri. Þeim sé ætlað að auka verðmætasköpun og nýta þau tækifæri sem felist í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Samkvæmt samningunum munu þeir kosta rúma 132 milljarða króna á þessum tíu árum. Eins og áður hefur komið fram er samningurinn verðtryggður og munu fjárhæðir uppfærast í samræmi við verðlagsuppfærslur fjárlaga hvers árs. Framlag ríkisins mun hækka um tæpan milljarð á næsta ári og nema tæpum 13,8 milljörðum króna en fer svo lækkandi á næstu árum þar á eftir og verða álíka og hann er á þessu ári í lok samningstímans. Styrkir til landbúnaðarins munu nema um 12,8 milljörðum króna á þessu ári. Hægt er að skoða samingana á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.BúvörusamningarCreate your own infographicsEins og sjá má í töflunni hér að ofan er mest fjármagn ætlað nautgriparæktendum og mjólkurframleiðendum. Það er alls 63,5 milljarðar króna af 132. Samningarnir verða endurskoðaðir árið 2019 og 2023. Fyrst og fremst verði horft til þess hvernig markmið þeirra hafi gengið eftir.Harðlega gagnrýndir Búvörusamningarnir hafa verið gagnrýndir harðlega frá því þeir voru birtir, en Alþingi á þó eftir að kjósa um þá. Samningarnir munu gilda frá og með 1. janúar til og með 31. desember 2026. Viðskiptaráð hefur hvatt Alþingi til að hafna samningunum og segir að þröngir skammtímahagsmunir hefði verið hafðir að leiðarljósi í stað heildarhagsmuna þegar samningarnir voru gerðir. Nær alfarið hafi verið litið fram hjá þeim umbótatillögum sem lagðar hafa verið fram um leiðir til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði. Svínabændur segja samningana vega að rótum svínaræktunar á Íslandi og íhuga að slíta sig frá Bændasamtökunum. Þá gekk fulltrúi svínabænda út af búnaðarþingi í gær, eftir að hafa lýst yfir óánægju með hlut svínabænda í búvörusamningum. Fyrir helgi sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hefði hafnað öllum umleitunum um að ASÍ kæmi að búvörusamningaborðinu fyrir neytendur. Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, sagðist ekki sjá nein merki um að með samningunum væri dregið úr kosnaði neytenda né ábati þeirra aukinn. Þá sagði Henny Hinz, hagfræðingur ASÍ, að samningurinn hefði gefið tilefni til þess að reyna að skapa meiri sátt um landbúnaðarkerfið, auka samkeppnishæfni og hvata til nýsköpunar. Hún sagði það sérstakt að það skuli enn vera lokað ferli hagsmunasamtaka bænda og landbúnaðarráðherra að gera þessa samninga, án þess að fulltrúum neytenda sé hleypt að.Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, með Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra sér á hægri hönd og Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands á þá vinstri í Hörpu í gær.Vísir/VilhelmStuðningurinn breyst verulega Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði á Búnaðarþingi í gær að miklar breytingar hefðu orðið á stuðningi ríkisins við landbúnað á síðustu áratugum. Fyrir 25 árum hefði hann miðast við fimm prósent af landsframleiðslu. Væri svipað viðmið á hlutunum í dag væri stuðningurinn tæpir hundrað milljarðar. Ekki tæpir þrettán í stuðning og átta til viðbótar í markaðsvernd. „Það skal því enginn segja að ekkert hafi breyst því svo sannarlega hafa orðið mjög miklar breytingar,“ sagði Sindri. Hann sagðist hafa skilning á óánægju svínaræktenda með að áherslum þeirra hefði ekki verið náð fram. Þeim hefði verið haldið til haga við samningaborðið en Bændasamtökin hefðu ekki setið ein við það borð. Sindri sagði það mikil vonbrigði að lítill skilningur ríkti á þeim kostnaði sem leggst á greinar landbúnaðarins vegna hertra aðbúnaðarreglugerða.Meira samráð en áður Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðarráðherra, hefur sagt að stuðningur við íslenska bændur hafi komið neytendum til góða og skilað lægsta matvöruverði á Norðurlöndunum. Hann sagði að með samningunum væri verið að afnema kvótakerfið í landbúnaði og auðvelda nýliðun. Hann sagði að meira samráð hefði verið haft um þennan samning en fyrri búvörusamninga. Stuðningur við bændur hafi minnkað úr fimm prósentum af landsframleiðslu árið 1986 í 1,1 prósent árið 2014.
Búvörusamningar Tengdar fréttir Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09 Sólunduðu tækifæri til að ná sátt „Við höfum talið að varðandi þennan búvörusamning að tækifærinu sem fólst í þessum búvörusamningi hafi verið sólundað.“ 1. mars 2016 13:15 Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48 Bændur vilja meiri skilning Bændur vilja meiri skilning á kostnaði vegna hertra aðbúnaðarreglna. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar er á bilinu fimm til sjö milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. 29. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Sjá meira
Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði, segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. 1. mars 2016 12:09
Sólunduðu tækifæri til að ná sátt „Við höfum talið að varðandi þennan búvörusamning að tækifærinu sem fólst í þessum búvörusamningi hafi verið sólundað.“ 1. mars 2016 13:15
Undrast að ekkert sé minnst á umhverfismál í búvörusamningi Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eru einnig undrandi á því að hvorki litið sé á þá sem stunda svína- og alifuglarækt sem bændur í samningnum. 28. febrúar 2016 13:48
Bændur vilja meiri skilning Bændur vilja meiri skilning á kostnaði vegna hertra aðbúnaðarreglna. Kostnaður við nauðsynlegar breytingar er á bilinu fimm til sjö milljarðar króna í svínarækt, alifuglarækt, eggjaframleiðslu, loðdýrarækt og hrossarækt. 29. febrúar 2016 06:00