Segir búvörusamninga ekki þjóna neytendum Höskuldur Kári Schram skrifar 1. mars 2016 12:09 Daði Már Kristófersson. Vísir Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði Búvörusamningar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Nýju búvörusamningarnir þjóna ekki hagsmunum neytenda og endurspegla ekki þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla hér á landi. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Þá sé afar óljóst hvort þeir nái uppfylla markmið varðandi byggðasjónarmið. Átta félagasamtök, Alþýðusamband Íslands, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda, Viðskiptaráð Íslands, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Öryrkjabandalag Íslands og Félag eldri borgara, stóðu í morgun að fundi þar sem ný undirritaðir búvörusamningar voru til umræðu. Meðal þeirra sem tóku máls var Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Daði segir að samningarnir þjóni ekki hagsmunum neytenda nema að óverulegu leyti. „Þetta eru íhaldssamir samningar. Mjög litlar breytingar á mjög löngum tíma og fátt sem endurspeglar þær breytingar sem hafa orðið á neyslu matvæla og þessu mynstri öllu síðan þetta kerfi var tekið upp á sínum tíma,“ segir Daði. Hann segir að samningarnir komi í jafnvel í veg fyrir eðlilega þróun innan landbúnaðarins. „Aðstæður landbúnaðarins hafa breyst mjög mikið á þessum árum frá því fyrsti samningurinn var gerður. Ég held að menn þurfi að horfast í augu við það. Það þarf að opna samninginn til að fleiri búgreinar njóti stuðnings. Það þarf að opna fyrir meira samkeppnisaðhald bæði frá innflutningi en líka að samkeppnislög nái t.d. til mjólkuriðnaðarins,“ segir Daði. „Ég held þetta hjálpi ekki greininni að þróast eðlilega. Það eru gríðarleg tækifæri í landbúnaðinum. Það eru miklar breytingar að eiga sér stað. Til dæmis þessi ferðamannastraumur hann sækir mjög mikið út á land. Það þarf að skapa tækifæri. Skapa möguleika fyrir bændur til að nýta þessar auðlindir sem þeir hafa aðgang að til þess að skapa sér ný tækifæri og nýjar tekjur.“ Þá sé óljóst hvernig menn geti réttlætt þessa samninga út frá byggðasjónarmiðum. „Skoði menn þróun í landbúnaðinum á Íslandi síðastliðna áratugi þá er ekki hægt að sjá að byggðasjónarmiðanna hafi verið sérstaklega gætt. Til dæmis hefur mjólkurframleiðslan verið að þjappast á fá svæði. Auðvitað er það hagkvæmt en það svarar varla ákalli um sterkari jaðarbyggðir. Þannig að það er ekki hægt að sjá í þessum samningi að það sé sérstaklega verið að taka á því,“ segir Daði
Búvörusamningar Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira