Erlend félög sækja í nýja flugherminn Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2016 11:30 Flughermirinn er hýstur í Hafnarfirði. Þangað koma flugmenn víða að í þjálfun. Vísir/Ernir Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir tímum í nýja flugherminn sem TRU Flight Training rekur í Hafnarfirði. Rekstur flughermisins hófst í byrjun árs 2015. „Notkun flughermisins hefst klukkan sex á morgnana og stendur yfir alveg til klukkan þrjú og jafnvel fimm á nóttunni,“ segir Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri TRU Flight Training. „Við vorum að miða við að við værum að keyra hann 4.000 til 4.500 tíma á ári en það stefnir í það í ár að við verðum með 5.000 til 5.500 tíma,“ segir Guðmundur Örn en bætir við að meiri eftirspurn sé á veturna en á sumrin. „Það er minna að gera á sumrin af því að farþegaflugfélögin fljúga svo miklu meira á sumrin,“ segir Guðmundur Örn. Þess vegna séu veturnir nýttir til þjálfunar. „Við önnum ekki eftirspurn á veturna.“ Guðmundur Örn segir að Icelandair sé langstærsti kúnninn, enda eigandi að félaginu. „Síðan er Fedex með samning við okkur þannig að þeir eru að koma 20 daga í mánuði allavega í þjálfun. Reyndar eru fleiri flugfélög að koma eins og DHL og Jet 2 sem er í Bretlandi,“ segir Guðmundur Örn. Að auki hafi borist fyrirspurnir frá öðrum. „Við höfum bara ekki pláss akkúrat núna en það verður kannski seinna.“ Áður en nýi hermirinn var smíðaður var kannaður sá möguleiki að kaupa gamlan hermi og laga hann til. Guðmundur Örn segir að það sé akkur í því fyrir Icelandair að geta sent flugmenn sína í hermi sem sé nákvæmlega eins og vélarnar þeirra. „Og það hefur skilað því að flugfélögin hafa sýnt áhuga á að koma hingað.“ Guðmundur segir að eftirspurnin sé svo mikil þessa dagana að ekki náist að anna henni almennilega. Þess vegna verði Icelandair að senda sína flugmenn út. „Það er minnihlutinn en engu að síður verðum við að senda þá.“ Þeir eru þá sendir til Bretlands, meðal annars til Gatwick og Manchester, en einnig til Parísar í Frakklandi. Icelandair á 51 prósent í flugherminum en 49 prósent á félag sem heitir TRU Simulation + Training og er dótturfélag Textron sem á Bell Helicopter og Cessna.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent