Ellefu ára fór holu í höggi á vellinum hans Tigers fyrir framan goðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2016 09:00 Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan. Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Taylor Crozier, ellefu ára kylfingur frá Corpus Christi, mun ekki gleyma gærdeginum svo lengi sem hann lifir. Crozier var einn af nokkrum ungmennum úr unglingagolfsambandi suður-Texas sem var boðið að spila fyrsta hringinn á nýjum velli, The Playgrounds, í Montgomery í Texas sem Tiger Woods hjálpaði til við að hanna. Völlurinn er tíu holur og ætlaður fyrir fjölskylduskemmtun eða hágæða æfingar í stutta spilinu. Hann er hluti af Bluejack National-vellinum, en Tiger kom einnig að hönnun hans. Taylor Crozier mætti á fyrsta teig og gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á fyrstu braut sem er 74 metra par þrjú hola. Eðlilega ætlaði allt um koll að keyra á vellinum, en Tiger kom hlaupandi að drengnum og faðmaði hann. Þetta var fyrsta höggið sem er slegið á vellinum og það var þessi ellefu ára drengur sem opnaði The Playgrounds með holu í höggi. Þetta magnaða högg stráksins má sjá hér að ofan.
Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Sport Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus Sport Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira