Hvergi betra fyrir konur að vera á vinnumarkaði en á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2016 10:30 Ísland trónir efst á lista The Economist sem mælir hvar mestar líkur séu á því að konur njóti jafnræðis á vinnumarkaði. Vísir/Pjetur Hvergi er betra fyrir konur að vera á vinnumarkaði en á Íslandi samkvæmt niðurstöðu mælinga frá breska tímaritinu The Economist. Tímaritið hefur gefið út vísitölu sem mælir tíu mismunandi þætti til þess að komast að því hvar mestar líkur séu á því að konur njóti jafnræðis á vinnumarkaði. The Economist gefur árlega út svokallaða glerþaksvísitölu þar semþættir á borð við menntunarstig, fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum, fyrirkomulag fæðingarorlofs og þáttöku kvenna í stjórnmálum eru mældir. Reiknað er út vegið meðaltal þessara tíu flokka og út kemur stigaskor hvers lands. Í ár er stigaskor Íslands reiknað með í fyrsta sinn og þýtur Ísland beint í efsta sæti með 80 stig af 100 mögulegum. Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í sætin á eftir Íslandi. Í umfjöllun The Economist um vísitöluna er tekið fram að ekki komi á óvart að Norðurlöndin raði sér í efstu sætin, þar taki konur þátt á vinnumarkaðinum til jafns við karla og að löng hefð sé fyrir jafnrétti kynjanna. Neðst á listanum mælast Suður-Kórea, Japan og Tyrkland með 25, 27 og 28 stig af 100 mögulegum. Í þessum ríkjum eru karlmenn líklegri en konur til þess að mennta sig, starfa á vinnumarkaði og vera í stjórnunarstöðum auk þess sem að launamunur kynjanna er umtalsvert meiri en á Norðurlöndunum.Hvað er glerþak?Glerþakið er stundum notað sem myndlíking í jafnréttismálum til þess að tala um ósýnilegar hindranir sem heft geta framgang kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði, óháð frammistöðu eða hæfni. Fræg er t.d. auglýsing VR um útrýmingu kynbundins launamunar þar sem glerþakið kemur fyrir. Tengdar fréttir Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Ekkert glerþak á Karolina Fund? Nær alveg jafn mörg verkefni karla og kvenna fjármagnast í gegnum síðuna. 18. nóvember 2015 12:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hvergi er betra fyrir konur að vera á vinnumarkaði en á Íslandi samkvæmt niðurstöðu mælinga frá breska tímaritinu The Economist. Tímaritið hefur gefið út vísitölu sem mælir tíu mismunandi þætti til þess að komast að því hvar mestar líkur séu á því að konur njóti jafnræðis á vinnumarkaði. The Economist gefur árlega út svokallaða glerþaksvísitölu þar semþættir á borð við menntunarstig, fjöldi kvenna í stjórnunarstöðum, fyrirkomulag fæðingarorlofs og þáttöku kvenna í stjórnmálum eru mældir. Reiknað er út vegið meðaltal þessara tíu flokka og út kemur stigaskor hvers lands. Í ár er stigaskor Íslands reiknað með í fyrsta sinn og þýtur Ísland beint í efsta sæti með 80 stig af 100 mögulegum. Noregur, Svíþjóð og Finnland raða sér í sætin á eftir Íslandi. Í umfjöllun The Economist um vísitöluna er tekið fram að ekki komi á óvart að Norðurlöndin raði sér í efstu sætin, þar taki konur þátt á vinnumarkaðinum til jafns við karla og að löng hefð sé fyrir jafnrétti kynjanna. Neðst á listanum mælast Suður-Kórea, Japan og Tyrkland með 25, 27 og 28 stig af 100 mögulegum. Í þessum ríkjum eru karlmenn líklegri en konur til þess að mennta sig, starfa á vinnumarkaði og vera í stjórnunarstöðum auk þess sem að launamunur kynjanna er umtalsvert meiri en á Norðurlöndunum.Hvað er glerþak?Glerþakið er stundum notað sem myndlíking í jafnréttismálum til þess að tala um ósýnilegar hindranir sem heft geta framgang kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði, óháð frammistöðu eða hæfni. Fræg er t.d. auglýsing VR um útrýmingu kynbundins launamunar þar sem glerþakið kemur fyrir.
Tengdar fréttir Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01 Ekkert glerþak á Karolina Fund? Nær alveg jafn mörg verkefni karla og kvenna fjármagnast í gegnum síðuna. 18. nóvember 2015 12:45 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hrekja mýtuna um að konur segi nei Hulda Bjarnadóttir hefur verið framkvæmdastjóri FKA í fimm ár. Hún segist hafa upplifað mikla vitundarvakningu á tímabilinu. 27. janúar 2016 00:01
Ekkert glerþak á Karolina Fund? Nær alveg jafn mörg verkefni karla og kvenna fjármagnast í gegnum síðuna. 18. nóvember 2015 12:45