Körfubolti

Haukarnir skipta út einum þjálfara af þremur hjá kvennaliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er einn af þjálfurum Hauka.
Helena Sverrisdóttir er einn af þjálfurum Hauka. vísir/anton brink
Haukar hafa gert breytingu á þjálfarateymi kvennaliðs félagsins í Domino´s deildinni í körfubolta en liðið hafði verið með þrjá þjálfara í vetur.

Henning Henningsson mun koma inn í teymið í stað Andra Þórs Kristinssonar sem hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Haukum.

Ingvar Þór Guðjónsson og Helena Sverrisdóttir mun þjálfa Haukaliðið áfram en Henning verður aðstoðarþjálfari. Helena spilar eins og áður lykilhlutverk inn á vellinum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Henning kemur nálægt þjálfun Haukaliðsins en hann þjálfaði liðið frá 2009 til 2011 og gerði Haukastelpurnar að bikarmeisturum árið 2010.

Fyrsti leikur Hauka með Henning sem aðstoðarþjálfara er ekki að minni gerðinni því Haukastelpur taka á móti Snæfell á þriðjudagskvöldið í uppgjöri toppliðanna tveggja en þetta er hálfgerður úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn og heimavallarétt út alla úrslitakeppnina.

Henning hefur einnig þjálfað kvennalið Grindavíkur og KR en KR-konur unnu tvöfalt undir hans stjórn tímabilið 2000-2001.

Henning hefur einnig þjálfað kvennalið Grindavíkur og KR en KR-konur unnu tvöfalt undir hans stjórn tímabilið 2000-2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×