Internetið tekur fram úr sjónvarpinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2016 12:37 Í fyrsta sinn telja markaðsstjórar á Íslandi að internetið sé áhrifameiri auglýsingamiðill en sjónvarp. Vísir/Getty Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015. Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015.
Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun