Internetið tekur fram úr sjónvarpinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2016 12:37 Í fyrsta sinn telja markaðsstjórar á Íslandi að internetið sé áhrifameiri auglýsingamiðill en sjónvarp. Vísir/Getty Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015. Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Internetið hefur tekið sæti sjónvarpsins sem áhrifamesti auglýsingamiðillinn á Íslandi samkvæmt niðurstöðum árlegrar rannsóknar Gallup meðal markaðsstjóra stærstu auglýsenda landsins. Í rannsókninni svöruðu 231 markaðsstjóri ýmsum spurningum um auglýsingamarkaðinn á Íslandi. Um fjórðungur þeirra taldi internetið, þar með talið samfélagsmiðla, áhrifamesta auglýsingamiðilinn á Íslandi. Í fyrri rannsóknum Gallup undanfarin ár hafa markaðsstjórar talið sjónvarp áhrifamesta miðilinn til að ná til markhópa sinna. Hefur internetið sótt mikið á en í sambærilegri rannsókn Gallup frá árinu 2009 sögðust aðeins 15 prósent markaðsstjóra að internetið væri áhrifamesti auglýsingamiðilinn. Hefur internetið því heldur betur sótt í sig veðrið og orðið æ áhrifameira að mati markaðstjóra hér á landi. Um þriðjungur þeirra telur sjónvarpið þó enn vera áhrifaríkasta auglýsingamiðilinn. Hefur þetta hlutfall lækkað undanfarin ár en árið 2009 taldi ríflegur helmingur markaðstjóra sjónvarpið vera áhrifamesta auglýsingamiðilinn. Fyrirtæki hafa í auknum mæli sótt í Twitter til að auglýsa starfsemi sína.Vísir/GettySamfélagsmiðlar sækja á Í blaðinu Ímark sem fylgdi Morgunblaðinu í morgun er rætt við Guðna Rafn Gunnarsson, sviðsstjóra fjölmiðlarannsókna hjá Gallup. Segir hann að samfélagsmiðlar séu ofarlega í huga markaðsstjóra þegar kemur að markaðssetningu á netinu. „Áhrifamáttur netsins sem auglýsingamiðill í hugum auglýsenda hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár frá því að vera nefnt af um sjö prósentum svarenda fyrir áratug,“ segir Guðni. „Af þeim sem telja neti áhrifaríkast nefndi helmingur svarenda samfélagsmiðla og helmingur nefndi aðra auglýsingakosti á netinu.“ Guðni kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á Íslenska markaðsdeginum sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Í kvöld verða svo Íslensku auglýsingaverðlaunin afhent en þau eru veitt í fjölmörgum flokkum til þeirra sem þótt hafa skarað framúr í auglýsinga- og markaðsmálum árið 2015.
Tengdar fréttir Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Tilkynnt um tilnefningar til Lúðurs 2016 Verðlaunin verða afhent í Háskólabíó þann 4. mars. 25. febrúar 2016 16:15