Munu leggjast gegn arðgreiðslu á aðalfundi VÍS Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. mars 2016 18:30 Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Arðgreiðslurnar eru í samræmi við lög um vátryggingarstarfsemi og án ótvíræðrar lagaheimildar getur Fjármálaeftirlitið ekki gefið tryggingafélögunum bindandi fyrirmæli um ráðstöfun arðs. Slík lagaheimild er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir lögmætið eru arðgreiðslurnar afar umdeildar. Sú umdeildasta er sennilega hjá VÍS en félagið sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Stjórn VÍS ákvað síðan í lok febrúar að greiða 5 milljarða króna í arð til hluthafa vegna rekstrar síðasta árs.„Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME um fyrirhugaða arðgreiðslu hjá VÍS og aðdraganda hennar.365/ÞÞUnnur Gunnarsdóttir forstjóri FME hafði þetta að segja um arðgreiðslu VÍS í fréttum okkar í gær: „Þetta er svolítið sérstök atburðarás og ekki heppileg. Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti.“ Stærsti hluthafi VÍS er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og styður sjóðurinn Herdísi Fjeldsted sem er stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lífeyrissjóðurinn lýst óánægju með arðgreiðsluna. Nokkrir stærstu hluthafar VÍS, meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, ætla ekki að styðja tillögu um 5 milljarða arðgreiðslu óbreytta á aðalfundi VÍS hinn 17. mars næstkomandi. Hefur þessum upplýsingum verið komið á framfæri við fulltrúa þeirra í stjórn VÍS. Líklegast verður það niðurstaða stjórnarinnar að gera tillögu um hófstílltari arðgreiðslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í dag að stórir hluthafar VÍS hefðu efasemdir um arðgreiðsluna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að búið sé að koma þeim upplýsingum til skila að þessi tillaga verði ekki studd óbreytt á aðalfundi VÍS. Ekki eru uppi áform um að breyta tillögum um arðgreiðslur hjá TM og Sjóvá. Fyrirhuguð arðgreiðsla hjá Sjóvá er sett í einkennilegt ljós þegar haft er í huga að ríkissjóður er stærsti hluthafi Sjóvár með 13 prósenta eignarhlut gegnum SAT Eignarhaldsfélag hf. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Stærstu hluthafar VÍS ætla ekki að styðja óbreytta tillögu um útgreiðslu 5 milljarða króna arðs á aðalfundi félagsins hinn 17. mars næstkomandi. Greint hefur verið frá því að stjórnir tryggingafélaganna þriggja, VÍS, TM og Sjóvár, vilja greiða hluthöfum samtals 9,6 milljarða í arð vegna síðasta reikningsárs. Arðgreiðslurnar eru í samræmi við lög um vátryggingarstarfsemi og án ótvíræðrar lagaheimildar getur Fjármálaeftirlitið ekki gefið tryggingafélögunum bindandi fyrirmæli um ráðstöfun arðs. Slík lagaheimild er ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir lögmætið eru arðgreiðslurnar afar umdeildar. Sú umdeildasta er sennilega hjá VÍS en félagið sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. Stjórn VÍS ákvað síðan í lok febrúar að greiða 5 milljarða króna í arð til hluthafa vegna rekstrar síðasta árs.„Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME um fyrirhugaða arðgreiðslu hjá VÍS og aðdraganda hennar.365/ÞÞUnnur Gunnarsdóttir forstjóri FME hafði þetta að segja um arðgreiðslu VÍS í fréttum okkar í gær: „Þetta er svolítið sérstök atburðarás og ekki heppileg. Menn hafa kannski ekki gætt að orðspori fyrirtækisins með því að haga sínum ákvörðunum gagnvart viðskiptavinum með þessum hætti.“ Stærsti hluthafi VÍS er Lífeyrissjóður verzlunarmanna og styður sjóðurinn Herdísi Fjeldsted sem er stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lífeyrissjóðurinn lýst óánægju með arðgreiðsluna. Nokkrir stærstu hluthafar VÍS, meðal annars Lífeyrissjóður verzlunarmanna, ætla ekki að styðja tillögu um 5 milljarða arðgreiðslu óbreytta á aðalfundi VÍS hinn 17. mars næstkomandi. Hefur þessum upplýsingum verið komið á framfæri við fulltrúa þeirra í stjórn VÍS. Líklegast verður það niðurstaða stjórnarinnar að gera tillögu um hófstílltari arðgreiðslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í dag að stórir hluthafar VÍS hefðu efasemdir um arðgreiðsluna. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að búið sé að koma þeim upplýsingum til skila að þessi tillaga verði ekki studd óbreytt á aðalfundi VÍS. Ekki eru uppi áform um að breyta tillögum um arðgreiðslur hjá TM og Sjóvá. Fyrirhuguð arðgreiðsla hjá Sjóvá er sett í einkennilegt ljós þegar haft er í huga að ríkissjóður er stærsti hluthafi Sjóvár með 13 prósenta eignarhlut gegnum SAT Eignarhaldsfélag hf.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira