Viðskipti innlent

Íslensku starfsmennirnir komnir heim

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri og stofnandi Plain Vanilla.
Þorsteinn B. Friðriksson er forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. Vísir/Vilhelm
Skrifstofa QuizUp í New York mun koma til með að verða lokað í kjölfar fjárfestingar bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Glu Mobile í Plain Vanilla. Þetta staðfestir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. QuizUp skrifstofan var opnuð í New York síðasta haust.

„Íslendingarnir sem voru þar eru heima núna og við erum að vinna héðan og svo með Glu frá San Francisco,“ segir Þorsteinn. „Glu Mobile er með áralanga reynslu af auglýsingasölu í farsíma. Þetta er eitt af þessu sem við græðum á í samstarfi okkar við Glu. Þannig að við erum að minnka starfsemi okkar í New York af því að þar var aðallega auglýsinga- og markaðsvinna,“ segir Þorsteinn.

„Við höfum alltaf reynt að einbeita okkur mest að starfsfólki okkar á Íslandi og munum gera það áfram þrátt fyrir samstarf okkar með Glu Mobile,“ segir Þorsteinn.

Tilkynnt var um allt að 970 milljóna króna fjárfestingu Glu Mobile í Plain Vanilla í lok janúar. Fyrirtækin munu vinna saman að þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins fyrir NBC.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.