Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ingvar Haraldsson skrifar 24. febrúar 2016 09:45 Fáfnir rekur eitt skip í dag, olíuþjónustuskipið Polarsyssel. Mynd/Havyard Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. Sjóðurinn Akur, sem er í rekstri Íslandssjóða, er stærsti hluthafi Fáfnis og íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í. Steingrímur Erlingsson, sem sagt var upp sem forstjóra Fáfnis í desember, og danska félagið Optima A/S, boðuðu til fundarins. „Maður var pínulítið undrandi að frétta af því að þeir tilnefni einhvern annan í stjórn því það er beðið um þennan fund að beiðni Steingríms og Optima í Danmörku sem vilja koma inn sínum stjórnarmanni og þau eiga næstum 25 prósent í félaginu. Manni finnst furðulegt að aðrir hluthafar ætli að koma í veg fyrir það,“ segir Ketill.Ketill Sigurjónsson, frambjóðandi til stjórnar Fáfnis.Ekki þarf að kjósa nýja stjórn í heild sinni fyrr en á aðalfundi Fáfnis sem heimilt er að halda í síðasta lagi í lok ágúst á þessu ári. Því geta eigendur tæplega fjórðungs hlutafjár í Fáfni verið án fulltrúa í stjórn þangað til, hljóti Ketill ekki brautargengi á fundinum í dag.DV greindi frá því í síðustu viku að stjórn Fáfnis hygðist leggja fyrir fundinn heimild til að breyta samþykktum félagsins svo félagið geti lagt í tæplega 200 milljóna króna skuldabréfaútgáfu á 20 prósenta vöxtum. Ketill segir að ráðgert sé að kaupendur bréfanna geti breytt þeim í hlutafé, sem numið geti allt að 60 prósenta hlut í Fáfni. Til samanburðar nemur hlutaféð sem áður hefur verið í Fáfni tæpum þremur milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa núverandi hluthafar forkaupsrétt til þess að skrifa sig fyrir skuldabréfinu í hlutfall við eign sína í Fáfni. Þá segir Ketill einnig tillögu liggja fyrir fundinum um að færa skipið Fáfni Viking, sem enn er í smíðum, inn í sérstakt félag sem yrði dótturfélag Fáfnis, auk þess að leggja eigi fram tölvupósta sem Steingrímur sendi í starfi sínu.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent