Birna íhugar stöðu sína Sæunn Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2016 14:00 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gæti lækkað um rúmlega tuttugu milljónir á ári í launum. Fréttablaðið/Ernir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun íhuga stöðu sína hjá bankanum nú þegar hann er kominn í ríkiseigu, ef kjör hennar munu breytast. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Íslandsbanka í gær. „Það á eftir að koma í ljós þegar hlutirnir skýrast betur og ég hef því ekki tekið neina ákvörðun. Það á einnig eftir að koma í ljós hvaða áherslur nýr eigandi vill setja í rekstrinum,“ segir Birna. Hún lét þess þó getið á fundinum að þrátt fyrir launalækkun yrði hún þó með töluvert há laun miðað við aðra starfsmenn. Líkur eru á að laun bankastjórans muni lækka töluvert nú þegar bankinn er í ríkiseigu og launin ákvörðuð af kjararáði. Laun Birnu heyra ekki undir kjararáð núna og voru 44 milljónir, eða um 3,76 milljónir á mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Auk þess fékk hún 7,2 milljónir króna í árangurstengda greiðslu. Til samanburðar eru núverandi laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, 1,64 milljónir á mánuði og fær hann ekki árangurstengdar greiðslur.Fram kom á fundinum í gær að útibúum Íslandsbanka hefur fækkað úr tuttugu og sex í sautján milli áranna 2011 og 2015. Mynd/Stöð 2Fram kom einnig á fundinum að framkvæmdastjórn bankans vonar að bankinn verði ekki lengi í eigu ríkisins. Starfsfólk bankans líti á eignarhald ríkisins sem tímabundið. Þetta sé meðal annars vegna þess að bankinn hafi nánast alltaf verið í einkaeigu og þannig hafi menning bankans tekið mið af því. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári, samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. Í tilkynningu segir að munurinn liggi að stærstu leyti í einskiptisliðum og styrkingu íslensku krónunnar. Arðsemi eigin fjár var 10,8 prósent samanborið við 12,8 prósent árið 2014. Grunnrekstur hefur haldið áfram að styrkjast, en hagnaður af reglulegri starfsemi var 16,2 milljarðar króna samanborið við 14,8 milljarða króna á sama tíma 2014. Útibúum Íslandsbanka hefur fækkað úr tuttugu og sex í sautján milli áranna 2011 og 2015, og stefnt er að því að þau verði fimmtán í árslok 2016. Íslandsbanki skuldbatt sig til að greiða 378 milljónir króna á síðasta ári, eða 20 milljónum meira en árið áður, vegna bónusa til starfsmanna bankans og dótturfélaga þess. Þau svör fengust frá Íslandsbanka um þetta að Íslandsbanki hefur notast við kaupaukakerfi frá árinu 2013 og fylgir reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja. Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun íhuga stöðu sína hjá bankanum nú þegar hann er kominn í ríkiseigu, ef kjör hennar munu breytast. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Íslandsbanka í gær. „Það á eftir að koma í ljós þegar hlutirnir skýrast betur og ég hef því ekki tekið neina ákvörðun. Það á einnig eftir að koma í ljós hvaða áherslur nýr eigandi vill setja í rekstrinum,“ segir Birna. Hún lét þess þó getið á fundinum að þrátt fyrir launalækkun yrði hún þó með töluvert há laun miðað við aðra starfsmenn. Líkur eru á að laun bankastjórans muni lækka töluvert nú þegar bankinn er í ríkiseigu og launin ákvörðuð af kjararáði. Laun Birnu heyra ekki undir kjararáð núna og voru 44 milljónir, eða um 3,76 milljónir á mánuði í fyrra samkvæmt upplýsingum úr ársreikningi. Auk þess fékk hún 7,2 milljónir króna í árangurstengda greiðslu. Til samanburðar eru núverandi laun Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans, 1,64 milljónir á mánuði og fær hann ekki árangurstengdar greiðslur.Fram kom á fundinum í gær að útibúum Íslandsbanka hefur fækkað úr tuttugu og sex í sautján milli áranna 2011 og 2015. Mynd/Stöð 2Fram kom einnig á fundinum að framkvæmdastjórn bankans vonar að bankinn verði ekki lengi í eigu ríkisins. Starfsfólk bankans líti á eignarhald ríkisins sem tímabundið. Þetta sé meðal annars vegna þess að bankinn hafi nánast alltaf verið í einkaeigu og þannig hafi menning bankans tekið mið af því. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta var 20,6 milljarðar á síðasta ári, samanborið við 22,7 milljarða króna árið 2014. Í tilkynningu segir að munurinn liggi að stærstu leyti í einskiptisliðum og styrkingu íslensku krónunnar. Arðsemi eigin fjár var 10,8 prósent samanborið við 12,8 prósent árið 2014. Grunnrekstur hefur haldið áfram að styrkjast, en hagnaður af reglulegri starfsemi var 16,2 milljarðar króna samanborið við 14,8 milljarða króna á sama tíma 2014. Útibúum Íslandsbanka hefur fækkað úr tuttugu og sex í sautján milli áranna 2011 og 2015, og stefnt er að því að þau verði fimmtán í árslok 2016. Íslandsbanki skuldbatt sig til að greiða 378 milljónir króna á síðasta ári, eða 20 milljónum meira en árið áður, vegna bónusa til starfsmanna bankans og dótturfélaga þess. Þau svör fengust frá Íslandsbanka um þetta að Íslandsbanki hefur notast við kaupaukakerfi frá árinu 2013 og fylgir reglum Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja.
Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira