Viðskipti innlent

Bein útsending: Ljónin úr veginum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Ljónin úr veginum er framhaldsfundur af vinum vinsæla Ljónin í veginum í haust.
Ljónin úr veginum er framhaldsfundur af vinum vinsæla Ljónin í veginum í haust. Mynd/aðsend
Í framhaldi af vel heppnuðum fundi síðasta haust sem haldinn var með Ungum athafnakonum þar sem fjallað var um Ljónin í veginum og þær hindranir sem mæta ungum konum þegar þær stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu verður haldið áfram á sömu nótum.

Ungir stjórnendur ræða sína reynslu og að hverju þurfi að huga til að setja saman fjölbreyttan mannauð.

Hvernig á að sækja fram á vinnumarkaði, hvernig á að komast í stjórnir fyrirtækja og hversu miklu máli skiptir tengslanetið er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Er tími til kominn að konur ræði auknum mæli við karla um jafnréttismál og miðli þekkingu milli kynja?

Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og Karen Ósk Gylfadóttir frá Ungum athafnakonum halda erindi og í framhaldi verða panelumræður þar sem þátttakendur eru:

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka

Fundarstjóri verður Edda Hermannsdóttir.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×