Atvinnukylfingurinn Jason Bohn er í lífshættu eftir að hafa fengið hjartaáfall á PGA-móti á föstudag.
Bohn fékk hjartaáfallið eftir annan hringinn á Honda Classic-mótinu. Hann hafði þá komist í gegnum niðurskurðinn og átti að spila um helgina.
Golf Channel segir að hjartaáfallið hafi verið alvarlegt og ástand Bohn sé grafalvarlegt.
Umboðsmaður Bohn, Justin Richmond, vildi ekki taka svo djúpt í árinni en fór þó ekki út í nein smáatriði varðandi heilsu Bohn.
„Jason er að hvíla sig og er í góðum anda. Hann fer í fleiri próf í þessari viku. Hann er þakklátur fyrir allan stuðninginn sem hann hefur fengið,“ sagði Richmond.
Hinn 42 ára gamli Bohn hefur tvívegis unnið mót á PGA-mótaröðinni.
Fékk hjartaáfall í miðju móti
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


