112 milljarða tap á Rio Tinto Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. febrúar 2016 09:49 Þrátt fyrir mikið tap stendur vilji stjórnarinnar til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Vísir/EPA Rio Tinto, eitt stærsta námufyrirtæki heims, tapaði 866 milljónum dollara á síðasta ári, jafnvirði 112 milljarða króna. Fyrirtækið á og rekur álverið í Straumsvík, þar sem miklar deilur hafa staðið á milli starfsmanna og stjórnenda um launakjör undanfarið ár. Fyrirtækið skilaði 6,53 milljarða dollara hagnaði árið áður, 2014, eða jafnvirði 845 milljarða króna. Í ljósi breyttrar stöðu hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að endurskoða arðgreiðslustefnu félagsins, sem hefur verið að greiða út 215 dollara á hlut. Mun stjórnin framvegis fara yfir rekstur félagsins í lok hvers árs, meta framtíðarhorfur og ákveða arðgreiðslur út frá því. Breytingarnar munu þó ekki koma í veg fyrir að vilji stjórnarinnar stendur til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Gengi bréfa í Rio Tinto féll um 7,8 prósent við fréttirnar í morgun.Sam Walsh sagði í sagði í samtali við Bloomberg í morgun að fyrirtækið væri að koma úr stekri stöðu en nú hefði orðið mikil lækkun á hrávörumarkaði. Sagði hann að fyrirtækið væri í „forvirkum“ aðgerðum til að draga úr kostnaði. Walsh sagði að Rio Tinto hefði þó góða, sterka vaxtarmöguleika. Mikill niðurskurður er á teikniborðinu og stefnir Rio Tinto á að skera niður um milljarð dollara í ár og á næsta ári. Þessi niðurskurður hefur þegar látið á sér kræla í álveri Rio Tinto hér á landi, í Straumsvík, þar sem launafrysting hefur tekið gildi. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rio Tinto, eitt stærsta námufyrirtæki heims, tapaði 866 milljónum dollara á síðasta ári, jafnvirði 112 milljarða króna. Fyrirtækið á og rekur álverið í Straumsvík, þar sem miklar deilur hafa staðið á milli starfsmanna og stjórnenda um launakjör undanfarið ár. Fyrirtækið skilaði 6,53 milljarða dollara hagnaði árið áður, 2014, eða jafnvirði 845 milljarða króna. Í ljósi breyttrar stöðu hefur stjórn fyrirtækisins ákveðið að endurskoða arðgreiðslustefnu félagsins, sem hefur verið að greiða út 215 dollara á hlut. Mun stjórnin framvegis fara yfir rekstur félagsins í lok hvers árs, meta framtíðarhorfur og ákveða arðgreiðslur út frá því. Breytingarnar munu þó ekki koma í veg fyrir að vilji stjórnarinnar stendur til að greiða út að lágmari 110 dollara á hlut í ár, eða jafnvirði 2 milljarða dollara. Gengi bréfa í Rio Tinto féll um 7,8 prósent við fréttirnar í morgun.Sam Walsh sagði í sagði í samtali við Bloomberg í morgun að fyrirtækið væri að koma úr stekri stöðu en nú hefði orðið mikil lækkun á hrávörumarkaði. Sagði hann að fyrirtækið væri í „forvirkum“ aðgerðum til að draga úr kostnaði. Walsh sagði að Rio Tinto hefði þó góða, sterka vaxtarmöguleika. Mikill niðurskurður er á teikniborðinu og stefnir Rio Tinto á að skera niður um milljarð dollara í ár og á næsta ári. Þessi niðurskurður hefur þegar látið á sér kræla í álveri Rio Tinto hér á landi, í Straumsvík, þar sem launafrysting hefur tekið gildi.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira