Eins og Davos með áherslu á samfélag Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 10:10 Michael Green er framkvæmdastjóri Social Progress Imperative stofnunarinnar í Bandaríkjunum. Hann var staddur hér á landinu fyrir helgi til að undirbúa "heimsviðburð“ í Hörpu í apríllok þar sem blásið hefur verið til alþjóðlegrar ráðstefnu um nýjan mælikvarða á samfélagsleg gæði innviða bæði þjóðríkja og afmarkaðra svæða. Vísir/Ernir Vonir standa til þess að alþjóðleg ráðstefna sem blásið hefur verið til í Hörpu í apríllok verði árviss og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Þetta segir Michael Green, framkvæmdastjóri stofnunarinnar The Social Progress Imperative, en hann var hér á landi fyrir helgi til að undirbúa ráðstefnuna. Fundarefnið er framþróun SPI, eða Social Progress Index, sem er mælikvarði á gæði samfélagsinnviða, hvort heldur sem er þjóðríkja, afmarkaðra svæða eða stórfyrirtækja. Með því að bera saman SPI og verga landsframleiðslu (sem á ensku heitir Gross Domestic Product, eða GDP, og er oft bara kallað hagvöxtur) er að sögn Greens nýju ljósi varpað efnahagslega velgengni þjóða. „Við hófum ekki þessa vegferð til þess að búa til mælistiku, heldur af því að við vildum koma á breytingum í heiminum. Fólkið að baki verkefninu er athafnamenn á sviði samfélagsmála, frumkvöðlar á sviði viðskipta og á sviði mannúðarmála. Þetta hefur alltaf snúist um hvernig hægt sé að koma á raunverulegum breytingum og SPI-kvarðinn er bara tæki til þess.“ Green segir ráðstefnuna í vor því mjög spennandi því þar verði tekið næsta skref, frá gagnaöflun til aðgerða. „Við vildum gera þetta á hverju ári, þar sem sífellt fleiri koma og stöðugt verða kynntar nýjar niðurstöður um hvernig gengur. Í Davos er talað um efnahagslega samkeppnishæfni en í Reykjavík er talað um félagslega samkeppnishæfni. Að því stefnum við.“ Staðsetningin hér henti líka ráðstefnu af þessu tagi, milli austurs og vesturs, auk þess sem styrk staða í samfélagsþróun og stuðningur hins opinbera og samstarfsaðila hér á landi hafi verið til fyrir fyrirmyndar.Hér má sjá efstu og neðstu lönd á SPI listanum, ásamt upplýsingum um verga landsframleiðslu á mann, mælt í Bandaríkjadölum. Ein tala vegur þungt SPI er hins vegar langt því frá eina nýja mælistikan sem reynt hefur verið að leggja á frammistöðu landa, en Michael Green segir hana hafa ýmsa kosti sem hjálpi til. „Ef okkur tekst að leggja eitthvað það af mörkum sem skilar árangri, jafnvel þótt við verðum ekki á endanum ofan á, þá hefur okkur samt tekist það sem við ætluðum okkur,“ segir hann. Þá sé spennandi hversu mikil áhersla sé lögð á það að finna nýjar mælistikur á velgengni þjóða. „Síðan verður að koma í ljós hverjar þeirra reynast gagnlegastar, en við leggjum mikla áherslu á gagnsemina.“ Þar skipti tvennt miklu máli, annað að með því að sleppa mælingum á efnahagsþáttum sé SPI viðbót við mælingar á landsframleiðslu og hitt sé að hægt sé að draga allar niðurstöðurnar saman í eina einkunn og bera með því móti saman þróunina á ólíkum svæðum. „Slík einkunnagjöf er drifkrafturinn að baki aðgerðum. Það held ég að sé líka ástæðan fyrir því hve mikið er notast við verga landsframleiðslu. Um er að ræða eina tölu sem fer ýmist upp eða niður.“ Green bætir við að að sjálfsögðu geti hver og einn líka búið sér til mælistiku sem hentar hverju samfélaga. „En þá er enginn til að bera sig saman við. Og samanburðarhæfnin er lykilatriði.“ Green segir hins vegar gagnlegt að skoða samfélagsþróunareinkunn þjóða í samhengi við landsframleiðsluna, því þar sé komin ákveðin mælistika á frammistöðuna miðað við efnahag. „Í stað þess að ríkustu löndin raði sér í efstu sætin kemur í ljós að fátækari lönd geta staðið sig reglulega vel. Svo eru aftur lönd sem standa sig vel í beinum samanburði á samfélagslega mælikvarðanum, en eru mjög rík og sést þá að frammistaðan er undir því sem gæti verið.“ Til dæmis séu Bandaríkin í fimmta sæti í heiminum hvað varðar landsframleiðslu en bara í 16. sæti á SPI-listanum. „Bandaríkin standa illa á fjölda mælikvarða sem notast er við á meðan land á borð við Kosta Ríka, sem er allfátækt, stendur sig mjög vel á mörgum sviðum.“ Á stóra SPI-listanum má sjá að Kosta Ríka er í 28. sæti. Þar er landsframleiðslan 13.431 Bandaríkjadalur á mann, á meðan hún er 51.340 dalir í Bandaríkjunum. „Okkar nálgun er að SPI-mælikvarðanum sé ekki ætlað að koma í stað mælinga á landsframleiðslu heldur sé um að ræða viðbót.“ESB tekur upp SPI Varðandi hvort seðlabankar og aðrir slíkir komi til með að nýta sér mælikvarða á borð við SPI þá segir Green ákveðna vitundarvakningu í gangi. „Ef litið er til orða Christine Lagarde [framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS] í Davos í ár þá lagði hún mikla áherslu á að ekki nægði að horfa bara til landsframleiðslu þjóða. Og þótt hugmyndir í þá veru hafi ekki átt upp á pallborðið fyrir tuttugu árum síðan þá hafa þær að mínu mati fremur orðið viðteknar eftir fjármálakreppuna. Og við teljum að fólk sé að leita lausna þar sem ná megi betri árangri en bara með því að mæla landsframleiðslu.“ SPI-mælingin hefur víða verið tekin upp í Suður-Ameríku, þar sem ríkisstjórnir landa á borð við Paragvæ, svæðisstjórnir í Brasilíu og borgaryfirvöld í Kólumbíu nota mælinguna sem hluta af ákvörðunartökuferli sínu. Þá upplýsir Michael Green að í þessari viku verði tekin í gagnið hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins prufuútgáfa af SPI-mælingunni fyrir lönd ESB. „Og okkur þykir mjög spennandi að framkvæmdastjórnin skuli horfa til þessa í fullri alvöru og vilji nota þetta tæki til að móta svæðisstefnu í Evrópusambandinu.“ Í ár gefur Social Progress Imperative út fjórðu útgáfu SPI og segir Green mælinguna í stöðugri þróun, rétt eins og raunin sé með mælingar á hagvexti. Gagnaöflunin sem nú er að baki skili traustum og góðum niðurstöðum sem á sé byggjandi, þótt lengi megi breyta og bæta. Um leið segir Green gagnaöflun fyrir SPI-kvarðann auðveldari en öflun hagtalna að því leyti að horft sé til hluta sem breytist hægar. „Læsi fullorðinna kemur til dæmis ekki til með að sveiflast á milli ára. Þróunin sem horft er til er jafnari.“Heimasíða Social Progress Imperative. (Sjá hlekk í meginmáli hér að neðan.)Með markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru í september síðastliðnum segir Green áherslu landa á gagnaöflun koma til með að aukast enn og það hjálpi til. Þá skipti máli að notkun SPI falli að þessum markmiðum og sé gagnlegt tól til þess að fylgjast með því hvernig gangi að vinna að þessum markmiðum sjálfbærrar þróunar. „Þessi sýn sem við höfum á þróun heimsmála fram til 2030 er mjög mikilvæg og skiptir máli að afla henni fylgis meðal almennings. Við styðjum þetta framtak Sameinuðu þjóðanna og teljum SPI geta hjálpað til við að ná þessum markmiðum.“ Góð einkunn en blönduðÍsland stendur afar vel í samanburði þjóða samkvæmt SPI-kvarðanum, í fjórða sæti á heildarlistanum (þótt það sé bara í fimmtánda sæti í samanburði á landsframleiðslu) og svo ofarlega á ýmsum mælikvörðum þar að baki. Landið er til dæmis í öðru sæti á eftir Finnlandi í mælingu á næringu og heilbrigðisþjónustu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart í ljósi umræðu um aðþrengt heilbrigðiskerfi Íslands. „Að baki niðurstöðu Íslands eru nokkrir þættir þar sem landið stendur afar vel. Einn er öryggi einstaklinganna þar sem Ísland er í fyrsta sæti. Þar eru til dæmis að baki tölur um ofbeldisbrot, en líka andlát í umferðinni. Umferðarslys eru í tíunda sæti yfir helstu dánarorsakir í heiminum og mikið vandamál víða.“ Þegar að þessum þáttum kemur hefur margt unnist hér á landi, segir Green. Þá komi mælingar á notkun upplýsingatækni, frelsi fjölmiðla og þess háttar þættir mjög vel út. Sömuleiðis sé Ísland ofarlega á listum í mælingu á umburðarlyndi landsmanna. „En niðurstaðan í heilbrigðinu er mjög áhugaverð. Þar mælum við þætti á borð við ungbarnadauða og öryggi mæðra í fæðingu sem eru vandamál í fátækari löndum. Hér á Íslandi er myndin flóknari og óvíst að heilbrigðiskerfið sjálft vegi jafn þungt, heldur skipti lífsstíllinn meira máli.“ Niðurstaðan í þessum þætti hvað Ísland varði byggist því ekki endilega á læknisþjónustunni. „Við sjáum að lífslíkur eru nokkuð góðar og niðurstaðan er góð þegar kemur að andlátum vegna sjúkdóma sem ekki eru smitsjúkdómar. Horft er til þess hvort fólk deyi snemma af völdum krabbameina, hjartasjúkdóma og þess háttar. Og þar spilar heilbrigðiskerfið inn í að hluta, en líka lífsstíll fólks og umhverfi.“ Nýting á jarðvarma hér kunni meira að segja að hjálpa til með því að draga úr loftmengun. Í heimaborg Greens, Lundúnum, sé til að mynda mikil áhersla lögð á það hvernig draga megi úr ótímabærum dauðsföllum vegna loftmengunar. „En það sem er líka áhugavert við Ísland er að í heilbrigðismálunum er líka eitt eða tvö viðvörunarmerki. Offita er eitt viðfangsefni, sem reyndar mörg lönd eiga við að etja, meira að segja lönd sem ekki eru meðal ríkustu þjóðanna. Svo er tíðni sjálfsvíga að nokkru marki mælikvarði á geðheilbrigði og þar kann að vera við vanda að etja. Í heildina er niðurstaða Íslands því mjög góð þegar kemur að heilbrigði en myndin er dálítið blönduð.“Hér er Gekon samstarfsaðili SPI, en þar á bæ koma meðal annars að málum eigendur Gekon, Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri og Rósbjörg Jónsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri.vísir/ernirVísinda- og fræðimenn streyma til landsinsVon er á nokkur hundruð manns til landsins vegna ráðstefnu Social Progress Imperative í Hörpu 28. apríl næstkomandi.Á ráðstefnuna eru sagðir mæta margir af fremstu vísinda- og fræðimönnum heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja.Farið verður yfir frammistöðu Íslands á SPI-listanum, auk þess sem skoðað verður hvernig hefur gengið í Kosta Ríka, hjá Medellín-borg í Kólumbíu, í Nepal þar sem miklar framfarir hafa orðið á sviði heilbrigðismála, auk þess sem farið verður yfir þróunina í Rúanda, Brasilíu, á Nýja-Sjálandi og í Baskahéruðum Spánar.Á meðal þátttakenda er Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla og heiðursprófessor við Háskóla Íslands, Matthew Bishop, ritstjóri alþjóðamála hjá tímaritinu Economist, Martha Minow, deildarforseti lagadeildar Harvard, og Metta Lindgaard, framkvæmdastjóri samfélagsnýsköpunar hjá Deloitte Global, auk Michaels Green sjálfs.Af hálfu Íslands taka svo þátt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.Frekari upplýsingar um ráðstefnuna sjálfa má finna á vefnum www.socialprogressimpretive.org.Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn af virtustu hagfræðingum heims.Fréttablaðið/AntonVaraði við árið 2006Stjórnarformaður Social Progress Imperative stofnunarinnar er prófessor Michael Porter. Hann er einn af áhrifamestu og virtustu hagfræðingum samtímans og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar og störf. Hér vakti Porter nokkra athygli þegar hann var gerður að heiðursprófessor við Háskóla Íslands árið 2006 og notaði þá tækifærið og varaði við þróun efnahagsmála. „Íslendingar standa vel á mörgum sviðum, en þurfa að gæta að fjárfestingu innanlands sem ekki stuðlar beint að aukinni framleiðni. Hérna er allt of mikið af byggingarkrönum,“ sagði hann í erindi sínu í Reykjavík í októberbyrjun 2006, en þá kynnti hann líka niðurstöður á rannsókn sinni á samkeppnishæfni landsins. Á þeim tíma benti Porter líka á að hér næmi kostnaður af því að halda úti krónu meiru en ávinningurinn af henni og hvatti til frekari umræðu um framtíðarskipan peningamála. Þá taldi hann íslenska hagkerfið það sveigjanlegt að ekki þyrfti að koma til sveigjanlegur gjaldmiðill líka. Í heimsókn sinni hingað 2010 var hann hins vegar ekki jafn afgerandi um gjaldmiðilinn. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann allar tiltækar leiðir í peningamálum hafa sína kosti og galla, hvort sem það væri krónan sjálf, einhliða upptaka annarrar myntar, eða upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu. „En mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnar að gera þetta upp við sig,“ sagði hann þá og taldi ef til vill enn of skammt liðið frá hruni. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Vonir standa til þess að alþjóðleg ráðstefna sem blásið hefur verið til í Hörpu í apríllok verði árviss og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss. Þetta segir Michael Green, framkvæmdastjóri stofnunarinnar The Social Progress Imperative, en hann var hér á landi fyrir helgi til að undirbúa ráðstefnuna. Fundarefnið er framþróun SPI, eða Social Progress Index, sem er mælikvarði á gæði samfélagsinnviða, hvort heldur sem er þjóðríkja, afmarkaðra svæða eða stórfyrirtækja. Með því að bera saman SPI og verga landsframleiðslu (sem á ensku heitir Gross Domestic Product, eða GDP, og er oft bara kallað hagvöxtur) er að sögn Greens nýju ljósi varpað efnahagslega velgengni þjóða. „Við hófum ekki þessa vegferð til þess að búa til mælistiku, heldur af því að við vildum koma á breytingum í heiminum. Fólkið að baki verkefninu er athafnamenn á sviði samfélagsmála, frumkvöðlar á sviði viðskipta og á sviði mannúðarmála. Þetta hefur alltaf snúist um hvernig hægt sé að koma á raunverulegum breytingum og SPI-kvarðinn er bara tæki til þess.“ Green segir ráðstefnuna í vor því mjög spennandi því þar verði tekið næsta skref, frá gagnaöflun til aðgerða. „Við vildum gera þetta á hverju ári, þar sem sífellt fleiri koma og stöðugt verða kynntar nýjar niðurstöður um hvernig gengur. Í Davos er talað um efnahagslega samkeppnishæfni en í Reykjavík er talað um félagslega samkeppnishæfni. Að því stefnum við.“ Staðsetningin hér henti líka ráðstefnu af þessu tagi, milli austurs og vesturs, auk þess sem styrk staða í samfélagsþróun og stuðningur hins opinbera og samstarfsaðila hér á landi hafi verið til fyrir fyrirmyndar.Hér má sjá efstu og neðstu lönd á SPI listanum, ásamt upplýsingum um verga landsframleiðslu á mann, mælt í Bandaríkjadölum. Ein tala vegur þungt SPI er hins vegar langt því frá eina nýja mælistikan sem reynt hefur verið að leggja á frammistöðu landa, en Michael Green segir hana hafa ýmsa kosti sem hjálpi til. „Ef okkur tekst að leggja eitthvað það af mörkum sem skilar árangri, jafnvel þótt við verðum ekki á endanum ofan á, þá hefur okkur samt tekist það sem við ætluðum okkur,“ segir hann. Þá sé spennandi hversu mikil áhersla sé lögð á það að finna nýjar mælistikur á velgengni þjóða. „Síðan verður að koma í ljós hverjar þeirra reynast gagnlegastar, en við leggjum mikla áherslu á gagnsemina.“ Þar skipti tvennt miklu máli, annað að með því að sleppa mælingum á efnahagsþáttum sé SPI viðbót við mælingar á landsframleiðslu og hitt sé að hægt sé að draga allar niðurstöðurnar saman í eina einkunn og bera með því móti saman þróunina á ólíkum svæðum. „Slík einkunnagjöf er drifkrafturinn að baki aðgerðum. Það held ég að sé líka ástæðan fyrir því hve mikið er notast við verga landsframleiðslu. Um er að ræða eina tölu sem fer ýmist upp eða niður.“ Green bætir við að að sjálfsögðu geti hver og einn líka búið sér til mælistiku sem hentar hverju samfélaga. „En þá er enginn til að bera sig saman við. Og samanburðarhæfnin er lykilatriði.“ Green segir hins vegar gagnlegt að skoða samfélagsþróunareinkunn þjóða í samhengi við landsframleiðsluna, því þar sé komin ákveðin mælistika á frammistöðuna miðað við efnahag. „Í stað þess að ríkustu löndin raði sér í efstu sætin kemur í ljós að fátækari lönd geta staðið sig reglulega vel. Svo eru aftur lönd sem standa sig vel í beinum samanburði á samfélagslega mælikvarðanum, en eru mjög rík og sést þá að frammistaðan er undir því sem gæti verið.“ Til dæmis séu Bandaríkin í fimmta sæti í heiminum hvað varðar landsframleiðslu en bara í 16. sæti á SPI-listanum. „Bandaríkin standa illa á fjölda mælikvarða sem notast er við á meðan land á borð við Kosta Ríka, sem er allfátækt, stendur sig mjög vel á mörgum sviðum.“ Á stóra SPI-listanum má sjá að Kosta Ríka er í 28. sæti. Þar er landsframleiðslan 13.431 Bandaríkjadalur á mann, á meðan hún er 51.340 dalir í Bandaríkjunum. „Okkar nálgun er að SPI-mælikvarðanum sé ekki ætlað að koma í stað mælinga á landsframleiðslu heldur sé um að ræða viðbót.“ESB tekur upp SPI Varðandi hvort seðlabankar og aðrir slíkir komi til með að nýta sér mælikvarða á borð við SPI þá segir Green ákveðna vitundarvakningu í gangi. „Ef litið er til orða Christine Lagarde [framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS] í Davos í ár þá lagði hún mikla áherslu á að ekki nægði að horfa bara til landsframleiðslu þjóða. Og þótt hugmyndir í þá veru hafi ekki átt upp á pallborðið fyrir tuttugu árum síðan þá hafa þær að mínu mati fremur orðið viðteknar eftir fjármálakreppuna. Og við teljum að fólk sé að leita lausna þar sem ná megi betri árangri en bara með því að mæla landsframleiðslu.“ SPI-mælingin hefur víða verið tekin upp í Suður-Ameríku, þar sem ríkisstjórnir landa á borð við Paragvæ, svæðisstjórnir í Brasilíu og borgaryfirvöld í Kólumbíu nota mælinguna sem hluta af ákvörðunartökuferli sínu. Þá upplýsir Michael Green að í þessari viku verði tekin í gagnið hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins prufuútgáfa af SPI-mælingunni fyrir lönd ESB. „Og okkur þykir mjög spennandi að framkvæmdastjórnin skuli horfa til þessa í fullri alvöru og vilji nota þetta tæki til að móta svæðisstefnu í Evrópusambandinu.“ Í ár gefur Social Progress Imperative út fjórðu útgáfu SPI og segir Green mælinguna í stöðugri þróun, rétt eins og raunin sé með mælingar á hagvexti. Gagnaöflunin sem nú er að baki skili traustum og góðum niðurstöðum sem á sé byggjandi, þótt lengi megi breyta og bæta. Um leið segir Green gagnaöflun fyrir SPI-kvarðann auðveldari en öflun hagtalna að því leyti að horft sé til hluta sem breytist hægar. „Læsi fullorðinna kemur til dæmis ekki til með að sveiflast á milli ára. Þróunin sem horft er til er jafnari.“Heimasíða Social Progress Imperative. (Sjá hlekk í meginmáli hér að neðan.)Með markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru í september síðastliðnum segir Green áherslu landa á gagnaöflun koma til með að aukast enn og það hjálpi til. Þá skipti máli að notkun SPI falli að þessum markmiðum og sé gagnlegt tól til þess að fylgjast með því hvernig gangi að vinna að þessum markmiðum sjálfbærrar þróunar. „Þessi sýn sem við höfum á þróun heimsmála fram til 2030 er mjög mikilvæg og skiptir máli að afla henni fylgis meðal almennings. Við styðjum þetta framtak Sameinuðu þjóðanna og teljum SPI geta hjálpað til við að ná þessum markmiðum.“ Góð einkunn en blönduðÍsland stendur afar vel í samanburði þjóða samkvæmt SPI-kvarðanum, í fjórða sæti á heildarlistanum (þótt það sé bara í fimmtánda sæti í samanburði á landsframleiðslu) og svo ofarlega á ýmsum mælikvörðum þar að baki. Landið er til dæmis í öðru sæti á eftir Finnlandi í mælingu á næringu og heilbrigðisþjónustu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart í ljósi umræðu um aðþrengt heilbrigðiskerfi Íslands. „Að baki niðurstöðu Íslands eru nokkrir þættir þar sem landið stendur afar vel. Einn er öryggi einstaklinganna þar sem Ísland er í fyrsta sæti. Þar eru til dæmis að baki tölur um ofbeldisbrot, en líka andlát í umferðinni. Umferðarslys eru í tíunda sæti yfir helstu dánarorsakir í heiminum og mikið vandamál víða.“ Þegar að þessum þáttum kemur hefur margt unnist hér á landi, segir Green. Þá komi mælingar á notkun upplýsingatækni, frelsi fjölmiðla og þess háttar þættir mjög vel út. Sömuleiðis sé Ísland ofarlega á listum í mælingu á umburðarlyndi landsmanna. „En niðurstaðan í heilbrigðinu er mjög áhugaverð. Þar mælum við þætti á borð við ungbarnadauða og öryggi mæðra í fæðingu sem eru vandamál í fátækari löndum. Hér á Íslandi er myndin flóknari og óvíst að heilbrigðiskerfið sjálft vegi jafn þungt, heldur skipti lífsstíllinn meira máli.“ Niðurstaðan í þessum þætti hvað Ísland varði byggist því ekki endilega á læknisþjónustunni. „Við sjáum að lífslíkur eru nokkuð góðar og niðurstaðan er góð þegar kemur að andlátum vegna sjúkdóma sem ekki eru smitsjúkdómar. Horft er til þess hvort fólk deyi snemma af völdum krabbameina, hjartasjúkdóma og þess háttar. Og þar spilar heilbrigðiskerfið inn í að hluta, en líka lífsstíll fólks og umhverfi.“ Nýting á jarðvarma hér kunni meira að segja að hjálpa til með því að draga úr loftmengun. Í heimaborg Greens, Lundúnum, sé til að mynda mikil áhersla lögð á það hvernig draga megi úr ótímabærum dauðsföllum vegna loftmengunar. „En það sem er líka áhugavert við Ísland er að í heilbrigðismálunum er líka eitt eða tvö viðvörunarmerki. Offita er eitt viðfangsefni, sem reyndar mörg lönd eiga við að etja, meira að segja lönd sem ekki eru meðal ríkustu þjóðanna. Svo er tíðni sjálfsvíga að nokkru marki mælikvarði á geðheilbrigði og þar kann að vera við vanda að etja. Í heildina er niðurstaða Íslands því mjög góð þegar kemur að heilbrigði en myndin er dálítið blönduð.“Hér er Gekon samstarfsaðili SPI, en þar á bæ koma meðal annars að málum eigendur Gekon, Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri og Rósbjörg Jónsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri.vísir/ernirVísinda- og fræðimenn streyma til landsinsVon er á nokkur hundruð manns til landsins vegna ráðstefnu Social Progress Imperative í Hörpu 28. apríl næstkomandi.Á ráðstefnuna eru sagðir mæta margir af fremstu vísinda- og fræðimönnum heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar fyrirtækja.Farið verður yfir frammistöðu Íslands á SPI-listanum, auk þess sem skoðað verður hvernig hefur gengið í Kosta Ríka, hjá Medellín-borg í Kólumbíu, í Nepal þar sem miklar framfarir hafa orðið á sviði heilbrigðismála, auk þess sem farið verður yfir þróunina í Rúanda, Brasilíu, á Nýja-Sjálandi og í Baskahéruðum Spánar.Á meðal þátttakenda er Michael Porter, prófessor við Harvard háskóla og heiðursprófessor við Háskóla Íslands, Matthew Bishop, ritstjóri alþjóðamála hjá tímaritinu Economist, Martha Minow, deildarforseti lagadeildar Harvard, og Metta Lindgaard, framkvæmdastjóri samfélagsnýsköpunar hjá Deloitte Global, auk Michaels Green sjálfs.Af hálfu Íslands taka svo þátt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.Frekari upplýsingar um ráðstefnuna sjálfa má finna á vefnum www.socialprogressimpretive.org.Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla og einn af virtustu hagfræðingum heims.Fréttablaðið/AntonVaraði við árið 2006Stjórnarformaður Social Progress Imperative stofnunarinnar er prófessor Michael Porter. Hann er einn af áhrifamestu og virtustu hagfræðingum samtímans og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir rannsóknir sínar og störf. Hér vakti Porter nokkra athygli þegar hann var gerður að heiðursprófessor við Háskóla Íslands árið 2006 og notaði þá tækifærið og varaði við þróun efnahagsmála. „Íslendingar standa vel á mörgum sviðum, en þurfa að gæta að fjárfestingu innanlands sem ekki stuðlar beint að aukinni framleiðni. Hérna er allt of mikið af byggingarkrönum,“ sagði hann í erindi sínu í Reykjavík í októberbyrjun 2006, en þá kynnti hann líka niðurstöður á rannsókn sinni á samkeppnishæfni landsins. Á þeim tíma benti Porter líka á að hér næmi kostnaður af því að halda úti krónu meiru en ávinningurinn af henni og hvatti til frekari umræðu um framtíðarskipan peningamála. Þá taldi hann íslenska hagkerfið það sveigjanlegt að ekki þyrfti að koma til sveigjanlegur gjaldmiðill líka. Í heimsókn sinni hingað 2010 var hann hins vegar ekki jafn afgerandi um gjaldmiðilinn. Í viðtali við Fréttablaðið sagði hann allar tiltækar leiðir í peningamálum hafa sína kosti og galla, hvort sem það væri krónan sjálf, einhliða upptaka annarrar myntar, eða upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu. „En mín tilfinning er að Íslendingar séu ekki alveg tilbúnar að gera þetta upp við sig,“ sagði hann þá og taldi ef til vill enn of skammt liðið frá hruni.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun