N1 greiðir fyrrverandi forstjóra 87 milljónir ingvar haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 16:40 Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri N1. Vísir/Valli N1 gjaldfærði 87 milljónir króna á síðasta ári vegna launagreiðslna og hlunninda til Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýútkomnum ársreikningi N1. Eggerti var sagt upp í febrúar á síðasta ári en fær greitt sem samsvarar 5,8 milljónum króna á mánuði frá byrjun síðasta árs og út mars á þessu ári. Árið 2014 fékk Eggert 55 milljónir króna greiddar í laun og hlunnindi eða sem samsvarar 4,8 milljónum króna á mánuði. N1 gaf út þegar Eggerti Benedikt var sagt upp að með uppsögninni væri verið að lækka kostnað við yfirstjórn félagsins. Fækka ætti framkvæmdastjórum um einn þar sem ekki ætti að ráða í stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs. Eggert Þór Kristófersson, sem starfaði sem fjármálastjóri fyrirtækisins, var ráðinn forstjóri í stað nafna síns. Launagreiðslur og hlunnindi N1 til stjórnarmanna og stjórnenda hækkuðu úr 163 milljónum í 237 milljónir króna milli ára eða um 45 prósent. Launagreiðslur til hins nýja forstjóra hækkuðu í 3,6 milljónir króna á mánuði úr 2,8 milljónum króna árið 2014, þegar Eggert Þór starfaði sem fjármálastjóri N1.Hagnaður N1 jókst milli ára Hagnaður N1 jókst milli ára og nam 1,8 milljörðum króna á síðasta ári miðað við 1,6 milljarða árið 2014. Í skýrslu stjórnar kemur fram að tekjur N1 hafi dregist saman um 14 prósent, og fallið úr 57 milljörðum króna í 49 milljarða króna. Ástæða tekjusamdráttarins er fyrst og fremst sögð vera lækkandi olíuverð sem hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Stjórnin lagði til að greiddur yrði 1.050 milljónir í arð vegna starfsemi ársins 2015 eða sem samsvarar 3 krónum á hlut. Arðsemi eiginfjár var 19,9 prósent en eigið fé N1 nemur 7,7 milljörðum króna. Eignir nema 18,8 milljörðum og skuldir 11,1 milljarði króna. Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
N1 gjaldfærði 87 milljónir króna á síðasta ári vegna launagreiðslna og hlunninda til Eggerts Benedikts Guðmundssonar, fyrrum forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í nýútkomnum ársreikningi N1. Eggerti var sagt upp í febrúar á síðasta ári en fær greitt sem samsvarar 5,8 milljónum króna á mánuði frá byrjun síðasta árs og út mars á þessu ári. Árið 2014 fékk Eggert 55 milljónir króna greiddar í laun og hlunnindi eða sem samsvarar 4,8 milljónum króna á mánuði. N1 gaf út þegar Eggerti Benedikt var sagt upp að með uppsögninni væri verið að lækka kostnað við yfirstjórn félagsins. Fækka ætti framkvæmdastjórum um einn þar sem ekki ætti að ráða í stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs. Eggert Þór Kristófersson, sem starfaði sem fjármálastjóri fyrirtækisins, var ráðinn forstjóri í stað nafna síns. Launagreiðslur og hlunnindi N1 til stjórnarmanna og stjórnenda hækkuðu úr 163 milljónum í 237 milljónir króna milli ára eða um 45 prósent. Launagreiðslur til hins nýja forstjóra hækkuðu í 3,6 milljónir króna á mánuði úr 2,8 milljónum króna árið 2014, þegar Eggert Þór starfaði sem fjármálastjóri N1.Hagnaður N1 jókst milli ára Hagnaður N1 jókst milli ára og nam 1,8 milljörðum króna á síðasta ári miðað við 1,6 milljarða árið 2014. Í skýrslu stjórnar kemur fram að tekjur N1 hafi dregist saman um 14 prósent, og fallið úr 57 milljörðum króna í 49 milljarða króna. Ástæða tekjusamdráttarins er fyrst og fremst sögð vera lækkandi olíuverð sem hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Stjórnin lagði til að greiddur yrði 1.050 milljónir í arð vegna starfsemi ársins 2015 eða sem samsvarar 3 krónum á hlut. Arðsemi eiginfjár var 19,9 prósent en eigið fé N1 nemur 7,7 milljörðum króna. Eignir nema 18,8 milljörðum og skuldir 11,1 milljarði króna.
Tengdar fréttir Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00 Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar "Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson fyrrverandi forstjóri N1. 27. febrúar 2015 07:00
Eggert Benedikt hættir hjá N1 Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu. 25. febrúar 2015 19:12
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun