Handbolti

Annar sigur Ólafs og félaga á þremur dögum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur skoraði eitt mark í kvöld.
Ólafur skoraði eitt mark í kvöld. mynd/kristianstad
Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, og félagar hans í Kristianstad unnu fimm marka heimasigur á Skövde, 26-21, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Búist var við sigri toppliðs Kristianstad þar sem Skövde er í fallbaráttunni, en Ólafur og félagar, sem voru 17-13 yfir í hálfleik, eru búnir að vinna 23 af 24 leikjum sínum í deildinni.

Ólafur hafði hægt um sig í kvöld og lét nægja að skoar eitt mark úr einu skoti.

Þetta er annar sigur Kristianstad í deildinni á þremur dögum, en liðið vann Malmö á mánudagskvöldið með átta mörkum á útivelli, 29-21.

Kristianstad er í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 46 stig, níu stigum meira en Alingsås sem er með 37 stig í öðru sæti og á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×