Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Havila á í talsverðum rekstrarerfiðleikum. vísir/afp Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira