Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Havila á í talsverðum rekstrarerfiðleikum. vísir/afp Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira