Stefna forsvarsmönnum Kaupþings Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2016 19:33 Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. VÍSIR/ÞORBJÖRN ÞÓRÐARSON Samtök sparifjáreigenda hafa stefnt forsvarsmönnum Kaupþings vegna markaðsmisnotkunar. Samtökin segja þá hafa valdið hluthöfum bankans fjártjóni með blekkingum. Bolli Héðinsson, formaður stjórnar samtakanna stefnir mönnunum fyrir hönd þeirra. Þess er krafist að forsvarsmenn Kaupþings greiði samtökunum 902.493.733 krónur ásamt vöxtum. Stefnan hefur verið birt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings samstæðunnar, Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra dótturfélags Kaupþings í Lúxemborg, Ólafi Ólafssyni, eins stærsta eiganda Kaupþings, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. Í tilkynningu frá samtökunum segir að um prófmál sé að ræða þar sem skorið verði úr því hvort almennir hluthafa sem áttu hlutabréfi í Kaupþingi geti sótt skaðabætur á hendur forsvarsmannanna. „Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur taldist þannig sannað að Kaupþing hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Hreiðars Más, Ingólfs og Sigurðar, með kaupum á eigin bréfum til að halda verði bréfa í bankanum uppi. Þótti sannað að viðskiptin hafi verið umfangsmikil og verið „stórfelld markaðsmisnotkun.“,“ segir í tilkynningunni. Umrædd stefna byggir á því að forsvarsmenn Kaupþings séu skaðabótaskyldir vegna markaðsmisnotkunarinnar sem þeir hafa verið dæmdir fyrir. Þeir hafi vanrækt trúnaðar- og eftirlitsskyldu sína með saknæmum og ólögmætum hætti. Enn fremur segir að um ríkan og einbeittan ásetning hafi verið að ræða sem hafi blekkt þá sem áttu hlutafé í Kaupþingi. Tengdar fréttir Hreiðar Már kærði Halldór Bjarkar til FME fyrir innherjasvik Fjármálaeftirlitið hefur til athugunar meint innherjasvik Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar eins framkvæmdastjóra Arion banka, vegna hlutabréfa sem hann seldi í Kaupþingi rétt fyrir bankahrunið. 29. janúar 2016 19:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Héraðsdómur staðfestir nauðasamninga Kaupþings Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær nauðasamninga Kaupþings, sem kröfuhafar höfðu samþykkt þann 24. Nóvember síðastlinn. 15. desember 2015 19:25 Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. 18. febrúar 2016 18:05 Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samtök sparifjáreigenda hafa stefnt forsvarsmönnum Kaupþings vegna markaðsmisnotkunar. Samtökin segja þá hafa valdið hluthöfum bankans fjártjóni með blekkingum. Bolli Héðinsson, formaður stjórnar samtakanna stefnir mönnunum fyrir hönd þeirra. Þess er krafist að forsvarsmenn Kaupþings greiði samtökunum 902.493.733 krónur ásamt vöxtum. Stefnan hefur verið birt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings samstæðunnar, Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi, Magnúsi Guðmundssyni, forstjóra dótturfélags Kaupþings í Lúxemborg, Ólafi Ólafssyni, eins stærsta eiganda Kaupþings, og Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings. Í tilkynningu frá samtökunum segir að um prófmál sé að ræða þar sem skorið verði úr því hvort almennir hluthafa sem áttu hlutabréfi í Kaupþingi geti sótt skaðabætur á hendur forsvarsmannanna. „Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur taldist þannig sannað að Kaupþing hafi stundað markaðsmisnotkun að undirlagi Hreiðars Más, Ingólfs og Sigurðar, með kaupum á eigin bréfum til að halda verði bréfa í bankanum uppi. Þótti sannað að viðskiptin hafi verið umfangsmikil og verið „stórfelld markaðsmisnotkun.“,“ segir í tilkynningunni. Umrædd stefna byggir á því að forsvarsmenn Kaupþings séu skaðabótaskyldir vegna markaðsmisnotkunarinnar sem þeir hafa verið dæmdir fyrir. Þeir hafi vanrækt trúnaðar- og eftirlitsskyldu sína með saknæmum og ólögmætum hætti. Enn fremur segir að um ríkan og einbeittan ásetning hafi verið að ræða sem hafi blekkt þá sem áttu hlutafé í Kaupþingi.
Tengdar fréttir Hreiðar Már kærði Halldór Bjarkar til FME fyrir innherjasvik Fjármálaeftirlitið hefur til athugunar meint innherjasvik Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar eins framkvæmdastjóra Arion banka, vegna hlutabréfa sem hann seldi í Kaupþingi rétt fyrir bankahrunið. 29. janúar 2016 19:15 Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28 Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00 Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00 Héraðsdómur staðfestir nauðasamninga Kaupþings Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær nauðasamninga Kaupþings, sem kröfuhafar höfðu samþykkt þann 24. Nóvember síðastlinn. 15. desember 2015 19:25 Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. 18. febrúar 2016 18:05 Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hreiðar Már kærði Halldór Bjarkar til FME fyrir innherjasvik Fjármálaeftirlitið hefur til athugunar meint innherjasvik Halldórs Bjarkar Lúðvígssonar eins framkvæmdastjóra Arion banka, vegna hlutabréfa sem hann seldi í Kaupþingi rétt fyrir bankahrunið. 29. janúar 2016 19:15
Endurupptökunefnd hafnar beiðni Ólafs Ólafssonar um endurupptöku Al Thani-málsins Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs langt fangelsi í Al Thani-málinu um að málið verði tekið upp aftur. 9. febrúar 2016 11:28
Hreiðar Már, Magnús og Sigurður sýknaðir Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg og Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, af ákæru í CLN-málinu svokallaða. 26. janúar 2016 09:00
Allir Kaupþingsmenn í afplánun með mál fyrir endurupptökunefnd Allir fjórir Kaupþingsmennirnir sem eru í afplánun á Kvíabryggju vegna dóms í Al-Thani málinu reka nú mál fyrir endurupptökunefnd. 21. desember 2015 19:00
Héraðsdómur staðfestir nauðasamninga Kaupþings Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í gær nauðasamninga Kaupþings, sem kröfuhafar höfðu samþykkt þann 24. Nóvember síðastlinn. 15. desember 2015 19:25
Kaupþingsmenn dæmdir til að greiða tæpan milljarð vegna skuldar Fimm fyrrum stjórnendur Kaupþings þurfa að greiða tæpan milljarð króna vegna skuldar sem er tilkomin vegna jarðakaupa þeirra við laxveiðiána Langá í Borgarfirði. 18. febrúar 2016 18:05
Verjandi Hreiðars Más: „Rosalegt ef það getur hreinlega gerst að ákæruvaldið sitji á gögnum“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í CLN-málinu ekki koma á óvart. 26. janúar 2016 17:00