Viðskipti innlent

Eigendur HS Veitna fá 500 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eigendur HS Veitna fengu 450 milljónir króna í arð vegna ársins 2015.
Eigendur HS Veitna fengu 450 milljónir króna í arð vegna ársins 2015. Oddgeir Karlsson
Samþykkt var á hluthafafundi HS Veitna í morgun að láta fyrirtækið kaupa af eigendunum hlutabréf fyrir hálfan milljarð króna. 

Lagt var til að kaupa verði eigin hlutabréf fyrir 500 milljónir á verði sem er í samræmi við innra virði ársins 2015.

Eigendurnir eru fjórir, Reykjanesbær fær 250,5 milljónir króna út, HSV Eignarhaldsfélag slhf, sem er í eigu Heiðars Guðjónssonar og tengdra aðila, fær 171,9 milljónir króna, Hafnarfjarðarbær fær 77 milljónir og Sandgerðisbær 500 þúsund krónur.

Í morgun tilkynnti HS Veitur um afkomu sína árið 2015. HS Veitur högnuðust um 780 milljónir króna árið 2015. Arðgreiðsla ársins nam 450 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Kaupa hlutabréf af eigendum fyrir 500 milljónir króna

Eigendur HS Veitna ætla að láta fyrirtækið kaupa af þeim hlutabréf fyrir hálfan milljarð króna. Á hluthafafundi 19. febrúar verður lagt til að keypt verði eigin hlutabréf fyrir 500 milljónir á verði sem sé í samræmi við innra virði ársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×