Viðskipti innlent

HS Veitur högnuðust um 780 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eigendur HS Veitna fengu 450 milljónir króna í arð vegna ársins 2015.
Eigendur HS Veitna fengu 450 milljónir króna í arð vegna ársins 2015. vísir/valli
HS Veitur högnuðust um 780 milljónir króna árið 2015. Hagnaðurinn dróst saman um 24 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Rekstrartekjur félagins námu 5,8 milljörðum og hækkuðu um tæpar 600 milljónir milli ára.  EBITDA var 1,9 milljarður (32,4 prósent) árið 2015, samanborið við 1,75 milljarða (33,2 prósent) árið 2014.

Fram kemur í ársreikningi að fjárhagsstaðan sé sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall í lok árs 2015 var 42 prósent. Eignir félagsins í árslok námu 20,3 milljörðum króna, samanborið við 19,2 milljarða árið 2014.

Hluthafar félagsins eru fjórir, Reykjanesbær, HSV eignarhaldsfélag slhf, Hafnarfjarðarbær og Sandgerðisbær. Arðgreiðsla ársins nam 450 milljónum króna. Auk þess voru keypt eigin hlutabréf fyrir tvo milljarða.


Tengdar fréttir

Kaupa hlutabréf af eigendum fyrir 500 milljónir króna

Eigendur HS Veitna ætla að láta fyrirtækið kaupa af þeim hlutabréf fyrir hálfan milljarð króna. Á hluthafafundi 19. febrúar verður lagt til að keypt verði eigin hlutabréf fyrir 500 milljónir á verði sem sé í samræmi við innra virði ársins 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×