Viðskipti erlent

Tvöfalt meiri hagnaður hjá Ryanair

Sæunn Gísladóttir skrifar
Farþegafjöldi jókst um 20 prósent hjá Ryanair á þriðja ársfjórðungi.
Farþegafjöldi jókst um 20 prósent hjá Ryanair á þriðja ársfjórðungi. Vísir/EPA
Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti í dag að hagnaður fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi hefði aukist um 110 prósent milli ára og nam 103 milljónum evra, jafnvirði 14,6 milljarða íslenskra króna. Meðal ástæðna betru afkomu var 20 prósent aukning í farþegafjölda og 5 prósent lækkun kostnaðar hjá fyrirtækinu. Ryanair lækkaði verð á flugmiðum sínum um 1 prósent á árinu til að ýta undir betri sætanýtingu. Svo virðist sem það hafi skilað árangri. Ryanair hefur hækkað farþegaspá sína fyrir árið um milljón og spá nú að farþegarnir hafi verið 106 milljónir á árinu.Flugfélagið hefur grætt mikið á lægra olíuverði. Bensín nemur 40 prósent af kostnaði fyrirtækisins og lækkaði um 10 prósent á hvern farþega á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Ryanair hefur samið um olíukaup í framtíðinni á núverandi verðlagi og gæti komið til með að spara 430 milljónir evra, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, vegna þess árið 2017. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
8
214.138
SIMINN
0,84
6
241.648
SYN
0,41
1
97
REITIR
0,2
1
509
ARION
0,14
12
114.562

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
6
122.400
SKEL
-1,17
8
93.642
ICEAIR
-1,1
16
2.659
FESTI
-0,87
4
69.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.