Litlu hlutirnir María Elísabet Bragadóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun
Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni. Með febrúarsólina í hnakkanum skauta ég á milli svellbunka. Götur miðbæjarins eru glerhálar. Himinninn er flennistór, heiðskír og barnaherbergisblár. Ég gref krókloppnar hendur dýpra ofan í úlpuvasana og hugsa með mér að fimbulfrost sé ægifegurðarinnar virði. Greikka sporið og virði hugfangin fyrir mér snævi þakta Esjuna, rammaða inn á milli tveggja bárujárnshúsa. Mér skrikar fótur og ég dett á hálkubletti sem reynist vera frosin æla. Dásamlega sólgult lítið skautasvell! Vafalaust heiðarlegur minnisvarði um lystisemdir gærkvöldsins. Ég hinkra augnablik, sit flötum beinum á klakanum. Loka augunum og ímynda mér eiganda ælunnar kvöldið áður. Kannski stelpa á mínum aldri, heltekin af glaum veislunnar. Á harðaspretti inn um gleðinnar dyr og loks afdráttarlaus hurðarskellur í himnaríki. Á tímum Lúðvíks XIV var til siðs að stinga fjöðurstaf ofan í kokið í lok máltíðar til að geta borðað meira. Sú gæti vel hafa verið raunin í hennar tilviki. Hún hefur þá selt upp ofboðslega ljúffengum hátíðarkvöldverði. Ég gjóa augunum á logagylltan pollinn. Sé hana fyrir mér á hækjum sér með höfuðið ofan í götu og æluna eins og geislabaug í kring. Svo hefur hún reist sig við á einu augabragði og horfið aftur í gleðskapinn og fengið sér annan og veglegri skammt af góðgætinu. Skemmtanalíf á heimsmælikvarða. Ekki þurfti nú stóran ælupoll til að skapa ánægjuleg hughrif hjá mér. Eins og ég segi. Það eru litlu hlutirnir í lífinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun