Icelandair hefur áætlunarflug til Orly flugvallar í París Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2016 13:56 Icelandair hefur boðið upp á flug til og frá París um Charles De Gaulle flugvöllinn, en mun nú bjóða upp á flug á báða vellina. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum. Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Orly flugvallarins í París og verður fyrsta flugið 28. mars eða eftir tæpa tvo mánuði. „Orly flugvöllurinn er mjög eftirsóttur af flugfélögum og langur biðlisti eftir því að komast þar að. Þaðan eru mjög góðar tengingar innan Frakklands og til nágrannalanda í Suður-Evrópu, en lítið framboð af flugi til Norður-Ameríku. Orly býður því upp á spennandi tækifæri fyrir okkur og er kærkomin viðbót í leiðakerfi Icelandair,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu til fjölmiðla. Orly verður 27. áfangastaður Icelandair í Evrópu, auk þess sem félagið flýgur til 16 áfangastaða í Norður-Ameríku. Orly er fjórði nýi áfangastaðurinn á þessu ári, en Icelandair mun hefja flug til Aberdeen, Chicago og Montreal í vor. Icelandair mun í sumar bjóða upp á 23 flug í viku til Parísar í sumar, 17 flug (2-3 á dag) til Charles De Gaulle og allt að 6 sinnum á viku til Orly. „Það er líka ánægjulegt að geta boðið upp á aukið framboð til Frakklands nú þegar áhuginn á EM í fótbolta fer stöðugt vaxandi,“ segir Birkir. Á þessu ári eru 40 ár frá því Icelandair hóf flug til Parísar. Lengi framan af var einmitt flogið á Orly flugvöllinn sem var aðal flugvöllur Frakklands áður en Charles De Gaulle var byggður á áttunda áratug síðustu aldar. Tæplega 30 milljón farþegar fara um Orly árlega og er völlurinn sá 13 stærsti í Evrópu. Hann er í suðurhluta borgarinnar, þykir þægilegur fyrir viðskiptavini og tengist mjög vel innlandssamgöngum í Frakklandi að því er segir í tilkynningunni frá Icelandair. Auk flugsins til Orly mun Icelandair auka tíðni á nokkra aðra áfangastaði beggja vegna Atlantshafsins og mun bæta við einni Boeing 757 farþegaþotu í sumar og verður með 25 vélar af Boeing 757 gerð og 2 Boeing 767 breiðþotur í flugflotanum.
Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira