Við verðum að versla Jón Gnarr skrifar 4. febrúar 2016 09:00 Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Mér leiðist að kaupa í matinn. Ég kvíði því jafnvel. Ég er að meina þessi stórinnkaup. Ég fresta þessu eins lengi og ég get og gef mér ekki tíma til að sinna þessu fyrr en á síðustu stundu. Mér finnst alveg gaman að fara í sumar búðir, bara ekki matvöruverslanir. Mér finnst gaman að ráfa um Elkó og skoða allskonar drasl sem ég kaupi sjaldnast. Uppáhalds búðirnar mínar á Íslandi eru líklega Húsasmiðjan og Byko. Þar get ég hangið klukkutímum saman. Í Ameríku eru það Home Depot og Target. Ég tala nú ekki um ef það er Super Target. Þá bara verð ég að stoppa. Mér finnst krúttlegar sérvöruverslanir líka oft skemmtilegar, svona lífrænt og beint frá býli og svoleiðis. Það er líka yfirleitt gaman að koma í fiskbúð. Það er eitthvað svo hressandi. Ég versla eins lítið við kaupmanninn á horninu og ég get og sneiði hjá 10-11 nema í algjörri neyð. Ég er líka einn fárra Vesturbæinga sem finnst ekki stórskemmtilegt og sjarmerandi að fara í Melabúðina. Hagsýna húsmóðirin í mér strækar á það. Ég vil ekki borga svona mikið fyrir matinn minn. Svo þekki ég svo marga þar að mestur tíminn fer í eitthvert spjall við fólk um hvað sé að frétta og hvort að gangi ekki vel og svoleiðis. Mér finnst matvöruverslun enginn vettvangur fyrir slíkar samræður. Ég lít á matarinnkaup sem verkefni en ekki félagslega athöfn. Og mér finnst það leiðinlegt og reyni að ljúka því eins skipulega og effektíft og ég get; nái sem mestu, á ásættanlegu verði og á sem stystum tíma. Ég finn líka mikið til með fólki sem er að versla með smábörnum. Ég þekki þá martröð af eigin raun. Þegar innkaupum er lokið þá tekur ennþá verra við. Það þarf að bera allar vörurnar útí bíl. Svo þarf að bera þær inn. Ég bý á annarri hæð og þarf því að púla upp endalausa stiga. Ef ég er með mikið þarf ég jafnvel að fara nokkrar ferðir framogtilbaka. Auðvitað lagaðist þetta heilmikið eftir að fjögur elstu börnin fluttu að heiman. Að kaupa í matinn fyrir fjóra hungraða unglinga er ekkert smáræði. Ég fer yfirleitt í Krónuna eða Bónus. Ef ég nenni ekki þangað fer ég í Nettó. Mér finnst þessar verslanir allar nokkuð fyrirsjáanlegar og sjaldnast eitthvað sem kemur á óvart í vöruúrvalinu. Enda er þetta yfirleitt það sama sem ég er að kaupa. Geta þessar stóru matvöruverslanir ekki farið að bjóða uppá netkaup þar sem ég er með Mínar síður og get svo fengið þetta sent heim? Ég væri tilbúinn í slíkt samstarf.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar