Olíufélög þurfa að greiða 1,5 milljarða í sektir vegna samráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2016 17:28 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker) þurfa því að greiða 1,5 milljarða króna sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið nær langt aftur en 28. október 2004 komst Samkeppnisráð, forveri Samkeppniseftirlitsins að Olís, Skeljungur og Olíufélagið hefðu framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfu olíufélagannaOlíufélögin skutu úrskurðinum til héraðsdóms árið 2005 en málarekstur fyrir héraðsdómi tók langan tíma. Héraðsdómur úrskurðaði í mars 2012 að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð en úrskurður áfrýjunarnefndar var felldur úr gildi vegna þess að talið var að brotið hefði verið á andmælarétti olíufélaganna. Þessu skaut Samkeppniseftirlitið til Hæstaréttar sem vísaði máli félaganna frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá janúar 2013 höfðuðu olíufélögin ný dómsmál sem miðuðu aftur að því að fá framangreindum úrskurði áfrýjunarnefndar hnekkt.Sjá einnig: Umfangsmestu brot á samkeppnislögum í sögunniHæstiréttur fellst á það í dag með samkeppnisyfirvöldum að olíufélögin hafi framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum og að hæfilegar sektir félaganna skuli nema samtals 1,5 milljörðum króna.Höfðu olíufélögin þrjú meðal annars samráð um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum.Skiptu á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur Samráð olíufélaganna var margskonar og stóð yfir að mati Samkeppniseftirlitisins frá óslitið frá árinu 1993 til ársloka 2001. Höfðu þau meðal annars samráð um um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. Auk þess höfðu olíufélögin með sér umfangsmikið samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð en dæmi um þolendur þessa samráðs olíufélaganna voru Reykjavíkurborg, Síminn og Landhelgisgæslan.Sjá einnig: Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast geturOlíufélögin gripu einnig til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur hér á landi. Aðgerðirnar miðuðu að því að skipta á milli félaganna markaðnum eftir landsvæðum, viðskiptavinum eða eftirsölu og magni. Félögin náðu t.d. samkomulagi um að Skeljungur myndi sitja einn að bensínsölu í Grindavík og þau skiptu með sér viðskiptum t.d. á Ísafirði og Stykkishólmi.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Olíuverzlun Íslands hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Ker hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Skeljungi hf. Tengdar fréttir Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker) þurfa því að greiða 1,5 milljarða króna sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið nær langt aftur en 28. október 2004 komst Samkeppnisráð, forveri Samkeppniseftirlitsins að Olís, Skeljungur og Olíufélagið hefðu framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfu olíufélagannaOlíufélögin skutu úrskurðinum til héraðsdóms árið 2005 en málarekstur fyrir héraðsdómi tók langan tíma. Héraðsdómur úrskurðaði í mars 2012 að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð en úrskurður áfrýjunarnefndar var felldur úr gildi vegna þess að talið var að brotið hefði verið á andmælarétti olíufélaganna. Þessu skaut Samkeppniseftirlitið til Hæstaréttar sem vísaði máli félaganna frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá janúar 2013 höfðuðu olíufélögin ný dómsmál sem miðuðu aftur að því að fá framangreindum úrskurði áfrýjunarnefndar hnekkt.Sjá einnig: Umfangsmestu brot á samkeppnislögum í sögunniHæstiréttur fellst á það í dag með samkeppnisyfirvöldum að olíufélögin hafi framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum og að hæfilegar sektir félaganna skuli nema samtals 1,5 milljörðum króna.Höfðu olíufélögin þrjú meðal annars samráð um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum.Skiptu á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur Samráð olíufélaganna var margskonar og stóð yfir að mati Samkeppniseftirlitisins frá óslitið frá árinu 1993 til ársloka 2001. Höfðu þau meðal annars samráð um um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. Auk þess höfðu olíufélögin með sér umfangsmikið samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð en dæmi um þolendur þessa samráðs olíufélaganna voru Reykjavíkurborg, Síminn og Landhelgisgæslan.Sjá einnig: Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast geturOlíufélögin gripu einnig til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur hér á landi. Aðgerðirnar miðuðu að því að skipta á milli félaganna markaðnum eftir landsvæðum, viðskiptavinum eða eftirsölu og magni. Félögin náðu t.d. samkomulagi um að Skeljungur myndi sitja einn að bensínsölu í Grindavík og þau skiptu með sér viðskiptum t.d. á Ísafirði og Stykkishólmi.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Olíuverzlun Íslands hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Ker hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Skeljungi hf.
Tengdar fréttir Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45 Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45
Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10
Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45