Þröstur, Kosovo og Krím Haukur Jóhannsson skrifar 16. febrúar 2016 00:00 Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 5. febrúar sl. hugvekju til að brýna fyrir mönnum að óheimilt sé „að breyta landamærum fullvalda ríkja í Evrópu, nema með fullu samþykki viðkomandi ríkja“, og „að ríkin sem slík yrðu að samþykkja breytt landamæri, ekki einstaka þjóðflokkar innan landamæra ríkja.“Kosovo Kosovo er landlukt svæði í Evrópu, á Balkanskaga, að stærð á við tíunda hluta Íslands, íbúar tæpar 2 milljónir. Héraðið liggur að Albaníu en hefur verið hluti af Serbíu frá því á miðöldum. Á tímum Júgóslavíu flykktust Albanir til Kosovo, og við upplausn ríkjasambandsins kom þar til þjóðernisátaka. Serbía hafði lögsögu í héraðinu sem fullvalda ríki, en gekk illa að stilla til friðar. Undir forystu BNA og með samþykki Íslands, en án atbeina öryggisráðs SÞ og í beinni andstöðu við serbnesk stjórnvöld og bandamenn þeirra, náði NATO yfirráðum yfir héraðinu árið 1999 eftir 80 daga reglulegar loftárásir á „hernaðarleg mannvirki“ víðsvegar um Serbíu, svo sem sjónvarpsstöð í Belgrad og kínverska sendiráðið. Í ályktun Öryggisráðs SÞ nr.1244 frá 10. júní 1999 er staðfest að Kosovo sé sjálfstjórnarsvæði innan lýðveldisins Júgóslavíu, sem síðar varð lýðveldið Serbía. Engu að síður var einhliða lýst yfir sjálfstæði Kosovo 17. febrúar 2008, og í júní 2015 höfðu 108 ríki SÞ viðurkennt héraðið sem sjálfstætt ríki; hin ríkin 85, þar á meðal Serbía, Rússland og Kína, telja Kosovo ennþá hérað í Serbíu.Krím Krímskagi er í Evrópu og gengur suður í Svartahaf, hann er um það bil fjórðungur af Íslandi að flatarmáli, íbúar innan við tvær og hálf milljón. Árið 2001 voru 58% Krímverja Rússar, 24% Úkraínumenn og 12% tatarar. Ýmsir réðu ríkjum á skaganum allt til 1783, þegar hann varð hluti Rússaveldis. Eftir byltingu 1917 varð Krím hluti af Rússneska sovét-sambandslýðveldinu. Árið 1954 voru liðin 300 ár frá því Úkraína varð hluti af Rússaveldi. Þá beitti Nikita Khrúsjsov sér fyrir því að Krímskaginn var fluttur í lögsögu Úkraínska sovétlýðveldisins; þess var þó ekki gætt að fara að stjórnarskrá Sovétríkjanna. Krím varð sjálfstjórnarlýðveldi innan Úkraínu þegar hún fékk sjálfstæði 1991. Árið 1992 samþykkti Æðsta ráð Rússlands að flutningur Krím til Úkraínu hefði verið ólöglegur. Stjórnvöld kjörin á Krím 1994 hétu því að skila skaganum til Rússlands, en ekki varð af. Í samningi frá 1997 (á niðurlægingartíma Rússlands undir stjórn Jeltsíns) viðurkenndi Rússneska sambandslýðveldið svo að Krím væri hluti Úkraínu; hinsvegar voru áhöld um hvort Sevastopol fylgdi með, en þar eru aðalstöðvar rússneska svartahafsflotans. Eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var velt úr sessi með blóðugum óeirðum snemma árs 2014, ný valdaránsstjórn hafði hrifsað völdin í Kænugarði og bannað rússnesku sem opinbert mál innan landsins, þá risu menn upp í austurhéruðunum, þar sem flestir tala rússnesku, og neituðu yfirstjórn valdaránsmanna. Kænugarðsstjórn fór síðan með mannskæðum hernaði gegn þessum löndum sínum. Krímverjum tókst að komast hjá blóðsúthellingum, enda gengu flestir hermenn kænugarðsstjórnar sem sendir voru gegn þeim til liðs við þá. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um framtíð skagans, og erlendum eftirlitsaðilum boðið að fylgjast með. Því var hafnað. Af þeim sem kusu greiddu langflestir atkvæði með sameiningu við Rússland. Hví ættu reglur um landamæri fullvalda ríkja að eiga við um Krím, en ekki um Kosovo?
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun