Glu setur allt að milljarð í Plain Vanilla Sæunn Gísladóttir skrifar 21. janúar 2016 13:31 „Við hlökkum til að nýta okkur þær dreifingarleiðir sem Glu hefur yfir að ráða og einnig sérþekkingu þeirra og reynslu til þess að stækka notendahóp QuizUp’s," segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla. Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile Inc, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, ætlar að fjárfesta í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar um 970 milljónum króna. Glu Mobile Inc er skráð í bandarísku NASDAQ kauphöllina en stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir. Kínverska fyrirtækið Tencent, sem er stærsta netfyrirtæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 milljarða króna í apríl í fyrra. En Tencent er einnig á meðal stærstu hluthafa í Plain Vanilla. Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins en tilkynnt var um það síðasta haust að stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefði ákveðið að framleiða 10 þátta seríu sem byggir á QuizUp. Í kjölfarið keypti ITV fjölmiðlarisinn, sem rekur hátt í tíu sjónvarpsstöðvar í Bretlandi, réttinn að QuizUp spurningaþættinum þar í landi. Standa vonir til þess að QuizUp spurningaþáttur verði sýndur um allan heim en í honum etja þátttakendur í upptökuveri kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima í stofu og eiga sigurvegarar möguleika á að vinna sér inn háar upphæðir. Búist er við því að fjöldi fólks muni sækja QuizUp appið eftir að þættirnir fara í loftið. Niccolo de Masi, forstjóri Glu, mun taka sæti í stjórn QuizUp en þar að auki mun Glu öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Kauprétturinn gildir í 15 mánuði frá fjárfestingunni sem nú hefur verið tilkynnt um. Fyrirtækin tvö ætla að vinna saman að leiðum til þess að sá stóri og fjölbreytti hópur fólks sem spilar QuizUp á hverjum degi skili Plain Vanilla auknum tekjum. Þetta verður gert með kynningarsamstarfi, auglýsingum og nýjum spilunarmöguleikum í leiknum. Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile Inc, sem sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur, ætlar að fjárfesta í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 milljónir bandaríkjadala sem samsvarar um 970 milljónum króna. Glu Mobile Inc er skráð í bandarísku NASDAQ kauphöllina en stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir. Kínverska fyrirtækið Tencent, sem er stærsta netfyrirtæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 milljarða króna í apríl í fyrra. En Tencent er einnig á meðal stærstu hluthafa í Plain Vanilla. Glu og Plain Vanilla ætla að taka höndum saman og einblína m.a. á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins en tilkynnt var um það síðasta haust að stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefði ákveðið að framleiða 10 þátta seríu sem byggir á QuizUp. Í kjölfarið keypti ITV fjölmiðlarisinn, sem rekur hátt í tíu sjónvarpsstöðvar í Bretlandi, réttinn að QuizUp spurningaþættinum þar í landi. Standa vonir til þess að QuizUp spurningaþáttur verði sýndur um allan heim en í honum etja þátttakendur í upptökuveri kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima í stofu og eiga sigurvegarar möguleika á að vinna sér inn háar upphæðir. Búist er við því að fjöldi fólks muni sækja QuizUp appið eftir að þættirnir fara í loftið. Niccolo de Masi, forstjóri Glu, mun taka sæti í stjórn QuizUp en þar að auki mun Glu öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Kauprétturinn gildir í 15 mánuði frá fjárfestingunni sem nú hefur verið tilkynnt um. Fyrirtækin tvö ætla að vinna saman að leiðum til þess að sá stóri og fjölbreytti hópur fólks sem spilar QuizUp á hverjum degi skili Plain Vanilla auknum tekjum. Þetta verður gert með kynningarsamstarfi, auglýsingum og nýjum spilunarmöguleikum í leiknum.
Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira