Dagur: Við gefumst ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 08:00 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira