Byltingarkennd meðferð augnsjúkdóma Svavar Hávarðsson skrifar 27. janúar 2016 07:00 Að losna við að láta sprauta lyfi í augað á sér er eitthvað sem flestir myndu kjósa. mynd/oculis Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis ehf. hefur þróað byltingarkennda tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma. Tæknin, sem er varin einkaleyfi, lýtur að því að nota augndropa í stað augnástungu til að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans. Þá leysir tæknin einnig tvö stærstu vandamál hefðbundinna augndropa, en með tækninni má margfalda leysanleika lyfja og ná fram langverkandi áhrifum. Leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar er hafin. Guðrún M. Ásgrímsdóttir, rannsóknarstjóri hjá Oculis, segir að tæknin eigi rætur að rekja til lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, en hugvitið er prófessoranna Þorsteins Loftssonar og Einars Stefánssonar. „Tæknin skapar verulega möguleika til lyfjaþróunar, sérstaklega fyrir sjúkdóma í afturhluta augans en einnig fyrir ýmsa algenga og erfiða sjúkdóma í framhluta augans,“ segir Guðrún. Fyrirtækið Oculis var stofnað um þessa tækni árið 2003. Grunnrannsóknir og dýratilraunir hafa að stærstum hluta farið farið fram í Reykjavík. Klínískar rannsóknir [rannsóknir í mönnum] hafa að mestu farið fram erlendis, m.a. í Japan, Ísrael og Danmörku. Fyrir það lyf sem lengst er komið í þróun hjá Oculis, DexNP, hafa rannsóknir sýnt fram á að bæta megi sjón og minnka bjúg í sjónhimnu augans með augndropunum einum saman. „Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á tveimur mismunandi sjúkdómum sem í dag eru að stærstum hluta meðhöndlaðir með lyfjum sem sprautað er inn í augað með sprautunál,“ segir Guðrún.Guðrún Marta ÁsgrímsdóttirMegináhersla Oculis er að fá DexNP samþykkt til meðferðar við sjónhimnubjúg í sykursýki. Lyfið er hins vegar líklegt til að þjóna sem meðferð við öðrum sjúkdómum, m.a. sem bólgueyðandi lyf eftir augasteinsskipti, uveitis (sjaldgæfur bólgusjúkdómur) og aldurstengdri hrörnun í augnbotnum. Oculis þróar jafnframt fleiri lyf til hliðar við DexNP til meðferðar á öðrum algengum augnsjúkdómum. Er þar m.a. um að ræða lyf við gláku, þurrum augum og augnsjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Oculis tilkynnti um miðjan desember að í byrjun þessa árs hæfist leit að fjármagni til að ljúka klínískum rannsóknum og til markaðssetningar á DexNP augndropunum. Áætlaðar tekjur af DexNP eru verulegar verði lyfið markaðssett í Evrópu og Bandaríkjunum. Tvö lyf eru í dag ríkjandi á markaði fyrir sjónhimnusjúkdóma en samanlagðar tekjur þeirra nema í dag um sex milljörðum Bandaríkjadala á ári, þrátt fyrir að einungis lítill hluti sjúklinga sé í dag að fá meðferð. „Mikil þörf er fyrir einfaldari meðferðarúrræði við sjónhimnusjúkdómum, en sem dæmi má nefna að áætlað er að aðeins um tvær milljónir þeirra 25 milljóna manna sem þjást af sykursýkistengdum sjónhimnubjúg fái lyf við hæfi, m.a. vegna skorts á aðgengi að sérhæfðum augnlæknum með sprautuaðstöðu,“ segir Guðrún.Oculis í hnotskurnOculis ehf. er fyrirtæki sem vinnur að þróun augnlyfja.Fyrirtækið vinnur með nanóagnir í augndropum sem auka frásog lyfja inn í augað. Þannig má bæta lyfjameðferð við ýmsum algengum augnsjúkdómum.Hægt er að meðhöndla sjónhimnusjúkdóma með augndropum þannig að sjúklingar þurfa ekki á augnástungum að halda.Þrír reyndir einstaklingar úr lyfjaiðnaði voru kosnir í stjórn félagins í júní síðastliðnum, þeir Dr. Joeseph Markoff, augnlæknir og fyrrum yfirmaður augndeildar Merck, Dr. K. George Mooney, fyrrrum forstöðumaður þróunareiningar Pfizer, og Dr. James D. Pipkin, núverandi forstöðumaður lyfjaþróunar hjá Ligand Pharmaceuticals.Þá tók Páll Ragnar Jóhannesson, fyrrum framkæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums, við sem framkvæmdastjóri félagsins í maí og Rene Ruckert, fyrrum yfirmaður augndeildar hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Bayer, tók við sem forstöðumaður vöruþróunar í ágúst.Ásamt þessu var vísindaráð félagsins sett formlega á stofn, en í því situr hópur leiðandi vísindamanna á sviði augnlækninga og lyfjaþróunar.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira