Boltinn hjá Alþingi Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Stjórnvöld hafa lagt mikla vinnu í að greina stöðu húsnæðismála síðustu misserin. Einnig hefur verið öflugt samráð um frumvarpsgerð við fjölda aðila á þessu sviði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt til málanna eins og yfirlýsingin í tengslum við kjarasamningana sl. vor sýnir. Í henni eru mikilvægir þættir húsnæðismála tilgreindir. Ekki fer fram hjá neinum að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur borið hitann og þungann af undirbúningi fjögurra frumvarpa til að bæta úr stöðunni með nýrri húsnæðisstefnu.Tekjulágir á leigumarkaði Húsnæðisfrumvörpin komu öll til Alþingis fyrir jól og velferðarnefnd er nú með þau til umfjöllunar. Mikilvægt er að þingmenn leggi kraft í nefndarstarfið þannig að unnt verði að lögfesta húsnæðisfrumvörpin. Félagsvísarnir, sem Hagstofan gefur út reglulega, gefa góðar vísbendingar um velferð á Íslandi. Þeir sýna að stór hluti þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hér á landi eru á leigumarkaði. Stærstu hóparnir þar eru tekjulágir einstaklingar og einstæðir foreldarar og börn þeirra. Ný húsnæðisstefna gagnast m. a. þessum hópum.Lægra verð Mikilvægt er að ná fram áherslunni sem er lögð á fleiri og ódýrari íbúðir. Stefnan er að félagslega leigukerfið verði fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga sem nema um þrjátíu prósentum af stofnkostnaði. Framlögin, auk annarra þátta, ættu að leiða til þess að húsnæðiskostnaður tekjulágra einstaklinga nemi ekki hærra hlutfalli en um 25 prósentum af tekjum þeirra. Því ætti einstaklingur með 300 þús. kr. í laun að greiða að hámarki um 65 þús.kr. í húsnæðiskostnað í nýja kerfinu. Byggja á 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þegar forsendur eru skoðaðar kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð fyrir einföldun á byggingarreglugerð og lækkun lóða- og gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingarkostnaði. Þannig verður unnt að veita tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagskerfi sveitarfélaganna, aðgang að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Ég treysti á að þingmenn liðki fyrir framgangi húsnæðisfrumvarpanna. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa lagt mikla vinnu í að greina stöðu húsnæðismála síðustu misserin. Einnig hefur verið öflugt samráð um frumvarpsgerð við fjölda aðila á þessu sviði. Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt til málanna eins og yfirlýsingin í tengslum við kjarasamningana sl. vor sýnir. Í henni eru mikilvægir þættir húsnæðismála tilgreindir. Ekki fer fram hjá neinum að félags- og húsnæðismálaráðherra hefur borið hitann og þungann af undirbúningi fjögurra frumvarpa til að bæta úr stöðunni með nýrri húsnæðisstefnu.Tekjulágir á leigumarkaði Húsnæðisfrumvörpin komu öll til Alþingis fyrir jól og velferðarnefnd er nú með þau til umfjöllunar. Mikilvægt er að þingmenn leggi kraft í nefndarstarfið þannig að unnt verði að lögfesta húsnæðisfrumvörpin. Félagsvísarnir, sem Hagstofan gefur út reglulega, gefa góðar vísbendingar um velferð á Íslandi. Þeir sýna að stór hluti þeirra sem eru undir lágtekjumörkum hér á landi eru á leigumarkaði. Stærstu hóparnir þar eru tekjulágir einstaklingar og einstæðir foreldarar og börn þeirra. Ný húsnæðisstefna gagnast m. a. þessum hópum.Lægra verð Mikilvægt er að ná fram áherslunni sem er lögð á fleiri og ódýrari íbúðir. Stefnan er að félagslega leigukerfið verði fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga sem nema um þrjátíu prósentum af stofnkostnaði. Framlögin, auk annarra þátta, ættu að leiða til þess að húsnæðiskostnaður tekjulágra einstaklinga nemi ekki hærra hlutfalli en um 25 prósentum af tekjum þeirra. Því ætti einstaklingur með 300 þús. kr. í laun að greiða að hámarki um 65 þús.kr. í húsnæðiskostnað í nýja kerfinu. Byggja á 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum. Þegar forsendur eru skoðaðar kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð fyrir einföldun á byggingarreglugerð og lækkun lóða- og gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingarkostnaði. Þannig verður unnt að veita tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagskerfi sveitarfélaganna, aðgang að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Ég treysti á að þingmenn liðki fyrir framgangi húsnæðisfrumvarpanna. Það er til mikils að vinna.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun