Viðskipti innlent

Greiðslufrestur Reykjaneshafnar framlengdur um tvær vikur

ingvar haraldsson skrifar
Reykjaneshöfn á í alvarlegum rekstarerfiðleikum.
Reykjaneshöfn á í alvarlegum rekstarerfiðleikum. vísir/gva
Kröfuhafar Reykjaneshafnar hafa veitt höfninni greiðslufrest um tvær vikur til viðbótar eða til og með 31. janúar næstkomandi. Reykjaneshöfn átti að hefja að greiða af skuldum sínum þann 15. janúar. Greiðslufrestur hafnarinnar tók upphaflega gildi 15. október og stóð þá til 1. desember. Sá frestur var síðan framlengdur til 15. janúar.

Reykjaneshöfn og Reykjanesbær hafa átt í viðræðum við kröfuhafa sína undanfarna mánuði. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að þær viðræður standi enn yfir og því hafi verið fallist á að framlengja greiðslufrestinn. Bæði höfninn og bærinn eiga í miklum greiðsluerfiðleikum og hætta er á að fjárhagsstjórn verði skipuð yfir sveitarfélaginu á árinu náist ekki samningar við kröfuhafa.


Tengdar fréttir

AGC stefnir Thorsil og Reykjanesbæ á ný

AGC ehf. hefur stefnt Thorsil, Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn á ný vegna lóðar sem fyrirtækið telur sig hafa fengið loforð um að fá að leigja í Helguvík. Þar hugðist fyrirtækið reisa lífalkóhól og glýkólverksmiðju. Reykjanesbær hefur úthlutað lóðinni til kísilverksmiðju fyrir Thorsil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×