Viðskipti innlent

Fjárfest í sprotafyrirtækjum fyrir sex milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stærsta fjárfestingin var fjögurra milljarða fjárfesting leidd af framtakssjóðnum NEA í tölvuleikjaframleiðandann CCP.
Stærsta fjárfestingin var fjögurra milljarða fjárfesting leidd af framtakssjóðnum NEA í tölvuleikjaframleiðandann CCP. Vísir/GVA
Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir það sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum.

Stærsta fjárfestingin var fjögurra milljarða fjárfesting leidd af framtakssjóðnum NEA í tölvuleikjaframleiðandann CCP.

Meðal fjárfesting í sprotafyrirtæki sem fjármagnaði sig í fyrsta sinn nam 175 milljónum en meðalfjárfesting í lengra komnum fyrirtækjum nam  253 milljónum króna.

Á eftir CCP var stærsta fjárfestingin í Arctic Trucks, svo ARK Technology og Sólfar.

Flestar fjárfestingar voru í gegnum íslenska sjóði, hins vegar kom stærsti hluti fjárhæðarinnar, eða um 80 prósent, utan landsteina, sökum fjárfestingar NEA. Fram kemur í fjárfestingunni að íslensku sjóðirnir, Brunnur, Frumtak 2, Eyrir Sprotar og Nýsköpunarsjóður voru virkir á ársfjórðungnum.


Tengdar fréttir

Fjárfesta fyrir milljarð á árinu

Frumtak II hefur fjárfest í fjórum fyrirtækjum það sem af er ári. Sjóðurinn brúar bilið frá sprotafjármögnun yfir í vaxtarfjármögnun, til að gera félög tilbúin til vaxtar og útrásar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×