Viðskipti innlent

Eyrir Invest og hluthafar selja hlut í Stork fyrir 98 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Stærstu eigendur Eyris Invest eru feðgarnir Þórir Magnússon og Árni Oddur Þórðarson.
Stærstu eigendur Eyris Invest eru feðgarnir Þórir Magnússon og Árni Oddur Þórðarson. vísir/valli
Eyrir Invest, Alre Capital Partners og aðrir hluthafar hafa náð samkomulagi um sölu á hlut sínum í Stork til Fluor Corporation fyrir 695 milljónir evra, jafnvirði 98 milljarða króna.

Fram kemur í tilkynningu hjá Eyri Invest að Stork sé leiðandi í þjónustu við olíu-, gas- og efnaiðnaðinn. Stork er með yfir 15 þúsund starfsmenn og námu tekjur fyrirtækisins 1,5 milljarði evra, jafnvirði 211 milljarða króna. Talið er að gengið verði frá sölunni á fyrri hluta árs 2016.

Stærstu eigendur Eyris Invest eru feðgarnir Þórður Magnússon, sem á 20 prósent hlut, og Árni Oddur Þórðarson (forstjóri Marel) sem á 17 prósent hlut. Landsbankinn á 11 prósent hlut í fyrirtækinu. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á 10 prósent hlut í félaginu.  Eyrir á 29 prósent hlut í Marel og rekur einnig sprotastjóðinn Eyri Sprota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×