Hasarinn í flugeldasölunni byrjar strax í janúar sæunn gísladóttir skrifar 6. janúar 2016 09:45 Jón Ingi Sigvaldason segir undirbúning fyrir flugeldasölu næstu áramóta þegar hafna enda þurfi að panta flugeldana í mars. mynd/stöð 2 „Ég er orðinn skrifstofubjörgunarsveitarmaður,“ segir Jón Ingi Sigvaldason frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann hefur starfað hjá Landsbjörg í ellefu ár en er ekki lengur í útköllum. Hann hefur starfað í kringum flugelda í tuttugu og fimm ár. Þó að margir telji að flugeldatörnin sé senn á enda hjá Landsbjörg er það öðru nær því að hafist er handa við undirbúning sölunnar fyrir næsta desember strax í byrjun janúar. „Farið er í ferð til Kína fyrst til að velja nýju vöruna, sem kemur í línuna, svo er þetta venjulega pantað í mars. Svo tekur við ferlið að koma þessu til landsins og útvega merkingar og annað slíkt,“ segir Jón Ingi og bætir við að allar vörurnar séu keyptar frá Kína. Landsbjörg hefur selt flugelda allt frá árinu 1968. Tekjur af flugeldasölu eru allt frá sjötíu og upp til níutíu og fimm prósent af tekjum sveitanna. „Það fer eftir sveitunum. Fyrir sumar minni sveitirnar skiptir salan öllu mál. En hver eining hjá okkur er með sjálfstæðan fjárhag,“ segir Jón Ingi. Sveitirnar eru svo með aðrar tekjulindir eins og bakverði sem styrkja félagið í hverjum mánuði, auk sölutekna af neyðarkarlinum. Jón Ingi segir söluna þessi áramót hafa verið svipaða og undanfarin tvö ár. „Það sem kemur á óvart í ár er að dreifingin á vörukaupunum er miklu meiri.“ Síðan 2013 er Landsbjörg búin að breyta allri línunni sinni. „Við erum búin að breyta innihaldinu í fjölskyldupökkunum og annað slíkt. Ég held að það sé nauðsynlegt að breyta til að standa ekki í stað.“ Hver einasti vöruflokkur er nú með mjög breitt verðbil. „Allir ættu því að geta fundið eitthvað í línunni og það er það sem við höfum reynt að halda.“ Önnur þróun á ferli hans er sala til erlendra ferðamanna. „Við erum að taka meira eftir því að útlendingarnir eru að kaupa. Það er ekki í einhverju risamagni en það er sérstaklega hjá sveitunum sem eru með sölustaði nálægt hótelum,“ segir Jón Ingi. Jón Ingi segir að flugeldasalan hafi náð hápunkti fyrir hrun og að hún sé ekki búin að ná þeim hæðum aftur. „Það liggur við að ég segi guð hjálpi mér að við förum ekki á þann stað aftur. Þá var það bara þannig að stóru kökurnar alveg ruku út, en sala á fjölskyldupökkum var mun minni. Nú erum við að sjá miklu meira af fjölskyldum koma saman og sprengja. Við höfum líka tekið eftir því að heilu göturnar eru að taka sig saman og kaupa þá einhverja flugelda saman.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
„Ég er orðinn skrifstofubjörgunarsveitarmaður,“ segir Jón Ingi Sigvaldason frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann hefur starfað hjá Landsbjörg í ellefu ár en er ekki lengur í útköllum. Hann hefur starfað í kringum flugelda í tuttugu og fimm ár. Þó að margir telji að flugeldatörnin sé senn á enda hjá Landsbjörg er það öðru nær því að hafist er handa við undirbúning sölunnar fyrir næsta desember strax í byrjun janúar. „Farið er í ferð til Kína fyrst til að velja nýju vöruna, sem kemur í línuna, svo er þetta venjulega pantað í mars. Svo tekur við ferlið að koma þessu til landsins og útvega merkingar og annað slíkt,“ segir Jón Ingi og bætir við að allar vörurnar séu keyptar frá Kína. Landsbjörg hefur selt flugelda allt frá árinu 1968. Tekjur af flugeldasölu eru allt frá sjötíu og upp til níutíu og fimm prósent af tekjum sveitanna. „Það fer eftir sveitunum. Fyrir sumar minni sveitirnar skiptir salan öllu mál. En hver eining hjá okkur er með sjálfstæðan fjárhag,“ segir Jón Ingi. Sveitirnar eru svo með aðrar tekjulindir eins og bakverði sem styrkja félagið í hverjum mánuði, auk sölutekna af neyðarkarlinum. Jón Ingi segir söluna þessi áramót hafa verið svipaða og undanfarin tvö ár. „Það sem kemur á óvart í ár er að dreifingin á vörukaupunum er miklu meiri.“ Síðan 2013 er Landsbjörg búin að breyta allri línunni sinni. „Við erum búin að breyta innihaldinu í fjölskyldupökkunum og annað slíkt. Ég held að það sé nauðsynlegt að breyta til að standa ekki í stað.“ Hver einasti vöruflokkur er nú með mjög breitt verðbil. „Allir ættu því að geta fundið eitthvað í línunni og það er það sem við höfum reynt að halda.“ Önnur þróun á ferli hans er sala til erlendra ferðamanna. „Við erum að taka meira eftir því að útlendingarnir eru að kaupa. Það er ekki í einhverju risamagni en það er sérstaklega hjá sveitunum sem eru með sölustaði nálægt hótelum,“ segir Jón Ingi. Jón Ingi segir að flugeldasalan hafi náð hápunkti fyrir hrun og að hún sé ekki búin að ná þeim hæðum aftur. „Það liggur við að ég segi guð hjálpi mér að við förum ekki á þann stað aftur. Þá var það bara þannig að stóru kökurnar alveg ruku út, en sala á fjölskyldupökkum var mun minni. Nú erum við að sjá miklu meira af fjölskyldum koma saman og sprengja. Við höfum líka tekið eftir því að heilu göturnar eru að taka sig saman og kaupa þá einhverja flugelda saman.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira