Hasarinn í flugeldasölunni byrjar strax í janúar sæunn gísladóttir skrifar 6. janúar 2016 09:45 Jón Ingi Sigvaldason segir undirbúning fyrir flugeldasölu næstu áramóta þegar hafna enda þurfi að panta flugeldana í mars. mynd/stöð 2 „Ég er orðinn skrifstofubjörgunarsveitarmaður,“ segir Jón Ingi Sigvaldason frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann hefur starfað hjá Landsbjörg í ellefu ár en er ekki lengur í útköllum. Hann hefur starfað í kringum flugelda í tuttugu og fimm ár. Þó að margir telji að flugeldatörnin sé senn á enda hjá Landsbjörg er það öðru nær því að hafist er handa við undirbúning sölunnar fyrir næsta desember strax í byrjun janúar. „Farið er í ferð til Kína fyrst til að velja nýju vöruna, sem kemur í línuna, svo er þetta venjulega pantað í mars. Svo tekur við ferlið að koma þessu til landsins og útvega merkingar og annað slíkt,“ segir Jón Ingi og bætir við að allar vörurnar séu keyptar frá Kína. Landsbjörg hefur selt flugelda allt frá árinu 1968. Tekjur af flugeldasölu eru allt frá sjötíu og upp til níutíu og fimm prósent af tekjum sveitanna. „Það fer eftir sveitunum. Fyrir sumar minni sveitirnar skiptir salan öllu mál. En hver eining hjá okkur er með sjálfstæðan fjárhag,“ segir Jón Ingi. Sveitirnar eru svo með aðrar tekjulindir eins og bakverði sem styrkja félagið í hverjum mánuði, auk sölutekna af neyðarkarlinum. Jón Ingi segir söluna þessi áramót hafa verið svipaða og undanfarin tvö ár. „Það sem kemur á óvart í ár er að dreifingin á vörukaupunum er miklu meiri.“ Síðan 2013 er Landsbjörg búin að breyta allri línunni sinni. „Við erum búin að breyta innihaldinu í fjölskyldupökkunum og annað slíkt. Ég held að það sé nauðsynlegt að breyta til að standa ekki í stað.“ Hver einasti vöruflokkur er nú með mjög breitt verðbil. „Allir ættu því að geta fundið eitthvað í línunni og það er það sem við höfum reynt að halda.“ Önnur þróun á ferli hans er sala til erlendra ferðamanna. „Við erum að taka meira eftir því að útlendingarnir eru að kaupa. Það er ekki í einhverju risamagni en það er sérstaklega hjá sveitunum sem eru með sölustaði nálægt hótelum,“ segir Jón Ingi. Jón Ingi segir að flugeldasalan hafi náð hápunkti fyrir hrun og að hún sé ekki búin að ná þeim hæðum aftur. „Það liggur við að ég segi guð hjálpi mér að við förum ekki á þann stað aftur. Þá var það bara þannig að stóru kökurnar alveg ruku út, en sala á fjölskyldupökkum var mun minni. Nú erum við að sjá miklu meira af fjölskyldum koma saman og sprengja. Við höfum líka tekið eftir því að heilu göturnar eru að taka sig saman og kaupa þá einhverja flugelda saman.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég er orðinn skrifstofubjörgunarsveitarmaður,“ segir Jón Ingi Sigvaldason frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann hefur starfað hjá Landsbjörg í ellefu ár en er ekki lengur í útköllum. Hann hefur starfað í kringum flugelda í tuttugu og fimm ár. Þó að margir telji að flugeldatörnin sé senn á enda hjá Landsbjörg er það öðru nær því að hafist er handa við undirbúning sölunnar fyrir næsta desember strax í byrjun janúar. „Farið er í ferð til Kína fyrst til að velja nýju vöruna, sem kemur í línuna, svo er þetta venjulega pantað í mars. Svo tekur við ferlið að koma þessu til landsins og útvega merkingar og annað slíkt,“ segir Jón Ingi og bætir við að allar vörurnar séu keyptar frá Kína. Landsbjörg hefur selt flugelda allt frá árinu 1968. Tekjur af flugeldasölu eru allt frá sjötíu og upp til níutíu og fimm prósent af tekjum sveitanna. „Það fer eftir sveitunum. Fyrir sumar minni sveitirnar skiptir salan öllu mál. En hver eining hjá okkur er með sjálfstæðan fjárhag,“ segir Jón Ingi. Sveitirnar eru svo með aðrar tekjulindir eins og bakverði sem styrkja félagið í hverjum mánuði, auk sölutekna af neyðarkarlinum. Jón Ingi segir söluna þessi áramót hafa verið svipaða og undanfarin tvö ár. „Það sem kemur á óvart í ár er að dreifingin á vörukaupunum er miklu meiri.“ Síðan 2013 er Landsbjörg búin að breyta allri línunni sinni. „Við erum búin að breyta innihaldinu í fjölskyldupökkunum og annað slíkt. Ég held að það sé nauðsynlegt að breyta til að standa ekki í stað.“ Hver einasti vöruflokkur er nú með mjög breitt verðbil. „Allir ættu því að geta fundið eitthvað í línunni og það er það sem við höfum reynt að halda.“ Önnur þróun á ferli hans er sala til erlendra ferðamanna. „Við erum að taka meira eftir því að útlendingarnir eru að kaupa. Það er ekki í einhverju risamagni en það er sérstaklega hjá sveitunum sem eru með sölustaði nálægt hótelum,“ segir Jón Ingi. Jón Ingi segir að flugeldasalan hafi náð hápunkti fyrir hrun og að hún sé ekki búin að ná þeim hæðum aftur. „Það liggur við að ég segi guð hjálpi mér að við förum ekki á þann stað aftur. Þá var það bara þannig að stóru kökurnar alveg ruku út, en sala á fjölskyldupökkum var mun minni. Nú erum við að sjá miklu meira af fjölskyldum koma saman og sprengja. Við höfum líka tekið eftir því að heilu göturnar eru að taka sig saman og kaupa þá einhverja flugelda saman.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira