Reykjanesbær setur lánveitendum afarkosti Ingvar Haraldsson skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Hafnargata í Reykjanesbæ. vísir/gva Reykjanesbær hefur gefið lánardrottnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF), frest þar til á morgun, 5. febrúar, til að ganga að tillögu bæjarins um afskriftir skulda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gangi það ekki eftir sé bænum nauðugur einn kostur að óska eftir því við innanríkisráðuneytið að það skipi fjárhagsstjórn yfir sveitarfélaginu sem tæki yfir stjórn fjármála Reykjanesbæjar. Samþykkt var að senda bréfið á fundi bæjarráðs síðasta föstudag með atkvæðum þriggja fulltrúa meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í gær engin viðbrögð hafa borist við bréfinu enda fresturinn ekki runninn út. EFF er í eigu Reykjanesbæjar en félagið á meðal annars skóla, leikskóla og sundlaugar sem Reykjanesbær rekur. Heimildir Fréttablaðsins herma að sáttatillaga bæjarins feli í sér að 6,8 milljarðar verði afskrifaðir af skuldum Reykjanesbæjar en þar mun stærsti hlutinn vera af skuldum EFF. Lánardrottnar bæjarins hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að afskrifa meira en 5,1 milljarð af lánum til bæjarins. Skuldir A- og B-hluta Reykjanesbæjar námu í árslok 2014 samtals um 40 milljörðum króna en skuldir EFF tæplega 8 milljörðum. Stærstu lánardrottnar EFF eru Íslandsbanki, Landsbankinn og þá átti Glitnir stóra kröfu sem afhent var ríkinu. Viðræður Reykjanesbæjar og lánardrottna hafa staðið í að verða ár. Markmið viðræðna Reykjanesbæjar hefur verið að gera bænum kleift að komast undir lögbundið 150 prósenta skuldahlutfall fyrir árið 2022 en skuldahlutfallið stóð í 253,6 prósentum í árslok 2014. Þá hefur Reykjaneshöfn verið í greiðslustöðvun frá 15. október. Reykjanesbær hefur farið fram á að ábyrgð bæjarins af skuldum hafnarinnar verði felld niður. Tengdar fréttir Reykjanesbær losni við skuldir hafnarinnar Í viðræðum við kröfuhafa hefur Reykjanesbær lagt til að rekstur Reykjaneshafnar verði skilinn frá rekstri bæjarins. 4. desember 2015 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Reykjanesbær hefur gefið lánardrottnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF), frest þar til á morgun, 5. febrúar, til að ganga að tillögu bæjarins um afskriftir skulda samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Gangi það ekki eftir sé bænum nauðugur einn kostur að óska eftir því við innanríkisráðuneytið að það skipi fjárhagsstjórn yfir sveitarfélaginu sem tæki yfir stjórn fjármála Reykjanesbæjar. Samþykkt var að senda bréfið á fundi bæjarráðs síðasta föstudag með atkvæðum þriggja fulltrúa meirihlutans gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í gær engin viðbrögð hafa borist við bréfinu enda fresturinn ekki runninn út. EFF er í eigu Reykjanesbæjar en félagið á meðal annars skóla, leikskóla og sundlaugar sem Reykjanesbær rekur. Heimildir Fréttablaðsins herma að sáttatillaga bæjarins feli í sér að 6,8 milljarðar verði afskrifaðir af skuldum Reykjanesbæjar en þar mun stærsti hlutinn vera af skuldum EFF. Lánardrottnar bæjarins hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að afskrifa meira en 5,1 milljarð af lánum til bæjarins. Skuldir A- og B-hluta Reykjanesbæjar námu í árslok 2014 samtals um 40 milljörðum króna en skuldir EFF tæplega 8 milljörðum. Stærstu lánardrottnar EFF eru Íslandsbanki, Landsbankinn og þá átti Glitnir stóra kröfu sem afhent var ríkinu. Viðræður Reykjanesbæjar og lánardrottna hafa staðið í að verða ár. Markmið viðræðna Reykjanesbæjar hefur verið að gera bænum kleift að komast undir lögbundið 150 prósenta skuldahlutfall fyrir árið 2022 en skuldahlutfallið stóð í 253,6 prósentum í árslok 2014. Þá hefur Reykjaneshöfn verið í greiðslustöðvun frá 15. október. Reykjanesbær hefur farið fram á að ábyrgð bæjarins af skuldum hafnarinnar verði felld niður.
Tengdar fréttir Reykjanesbær losni við skuldir hafnarinnar Í viðræðum við kröfuhafa hefur Reykjanesbær lagt til að rekstur Reykjaneshafnar verði skilinn frá rekstri bæjarins. 4. desember 2015 07:00 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Reykjanesbær losni við skuldir hafnarinnar Í viðræðum við kröfuhafa hefur Reykjanesbær lagt til að rekstur Reykjaneshafnar verði skilinn frá rekstri bæjarins. 4. desember 2015 07:00