Olíufélög þurfa að greiða 1,5 milljarða í sektir vegna samráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2016 17:28 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker) þurfa því að greiða 1,5 milljarða króna sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið nær langt aftur en 28. október 2004 komst Samkeppnisráð, forveri Samkeppniseftirlitsins að Olís, Skeljungur og Olíufélagið hefðu framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfu olíufélagannaOlíufélögin skutu úrskurðinum til héraðsdóms árið 2005 en málarekstur fyrir héraðsdómi tók langan tíma. Héraðsdómur úrskurðaði í mars 2012 að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð en úrskurður áfrýjunarnefndar var felldur úr gildi vegna þess að talið var að brotið hefði verið á andmælarétti olíufélaganna. Þessu skaut Samkeppniseftirlitið til Hæstaréttar sem vísaði máli félaganna frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá janúar 2013 höfðuðu olíufélögin ný dómsmál sem miðuðu aftur að því að fá framangreindum úrskurði áfrýjunarnefndar hnekkt.Sjá einnig: Umfangsmestu brot á samkeppnislögum í sögunniHæstiréttur fellst á það í dag með samkeppnisyfirvöldum að olíufélögin hafi framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum og að hæfilegar sektir félaganna skuli nema samtals 1,5 milljörðum króna.Höfðu olíufélögin þrjú meðal annars samráð um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum.Skiptu á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur Samráð olíufélaganna var margskonar og stóð yfir að mati Samkeppniseftirlitisins frá óslitið frá árinu 1993 til ársloka 2001. Höfðu þau meðal annars samráð um um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. Auk þess höfðu olíufélögin með sér umfangsmikið samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð en dæmi um þolendur þessa samráðs olíufélaganna voru Reykjavíkurborg, Síminn og Landhelgisgæslan.Sjá einnig: Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast geturOlíufélögin gripu einnig til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur hér á landi. Aðgerðirnar miðuðu að því að skipta á milli félaganna markaðnum eftir landsvæðum, viðskiptavinum eða eftirsölu og magni. Félögin náðu t.d. samkomulagi um að Skeljungur myndi sitja einn að bensínsölu í Grindavík og þau skiptu með sér viðskiptum t.d. á Ísafirði og Stykkishólmi.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Olíuverzlun Íslands hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Ker hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Skeljungi hf. Tengdar fréttir Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála yfir olíufélögunum frá árinu 2005. Olíufélögin Olís, Skeljungur og Olíufélagið (nú Ker) þurfa því að greiða 1,5 milljarða króna sekt vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Málið nær langt aftur en 28. október 2004 komst Samkeppnisráð, forveri Samkeppniseftirlitsins að Olís, Skeljungur og Olíufélagið hefðu framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum.Sjá einnig: Ríkið sýknað af kröfu olíufélagannaOlíufélögin skutu úrskurðinum til héraðsdóms árið 2005 en málarekstur fyrir héraðsdómi tók langan tíma. Héraðsdómur úrskurðaði í mars 2012 að félögin hefðu haft með sér ólögmætt samráð en úrskurður áfrýjunarnefndar var felldur úr gildi vegna þess að talið var að brotið hefði verið á andmælarétti olíufélaganna. Þessu skaut Samkeppniseftirlitið til Hæstaréttar sem vísaði máli félaganna frá héraðsdómi vegna verulegra galla á málatilbúnaði þeirra. Í kjölfar dóms Hæstaréttar frá janúar 2013 höfðuðu olíufélögin ný dómsmál sem miðuðu aftur að því að fá framangreindum úrskurði áfrýjunarnefndar hnekkt.Sjá einnig: Umfangsmestu brot á samkeppnislögum í sögunniHæstiréttur fellst á það í dag með samkeppnisyfirvöldum að olíufélögin hafi framið mjög alvarleg brot á samkeppnislögum og að hæfilegar sektir félaganna skuli nema samtals 1,5 milljörðum króna.Höfðu olíufélögin þrjú meðal annars samráð um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum.Skiptu á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur Samráð olíufélaganna var margskonar og stóð yfir að mati Samkeppniseftirlitisins frá óslitið frá árinu 1993 til ársloka 2001. Höfðu þau meðal annars samráð um um verðlagningu á fljótandi eldsneyti, gasi, smurolíu og tengdum vörum. Auk þess höfðu olíufélögin með sér umfangsmikið samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð en dæmi um þolendur þessa samráðs olíufélaganna voru Reykjavíkurborg, Síminn og Landhelgisgæslan.Sjá einnig: Brot olíufélaganna var eins ófyrirleitið og hugsast geturOlíufélögin gripu einnig til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum fyrir olíuvörur hér á landi. Aðgerðirnar miðuðu að því að skipta á milli félaganna markaðnum eftir landsvæðum, viðskiptavinum eða eftirsölu og magni. Félögin náðu t.d. samkomulagi um að Skeljungur myndi sitja einn að bensínsölu í Grindavík og þau skiptu með sér viðskiptum t.d. á Ísafirði og Stykkishólmi.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Olíuverzlun Íslands hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Ker hf.Dómur Hæstaréttar í máli gegn Skeljungi hf.
Tengdar fréttir Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45 Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10 Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45 Mest lesið Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Vilja að olíumálinu verði vísað frá Tekist var á um það, í Héraðsdómi Reykjavíkur í allan dag, hvort vísa beri ákæru á hendur núverandi og fyrrverandi forstjórum stóru olíufélaganna frá dómi. 26. janúar 2007 18:45
Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð króna. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan. 22. mars 2012 11:10
Neytendasamtökin fagna dómi Hæstaréttar Neytendasamtökin fagna niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um að héraðsdómi beri að taka til meðferðar kröfu Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, um bætur frá Keri, fyrrverandi eiganda Esso, vegna meints olíusamráðs. Hæstiréttur felldi úrskurð sinn í málinu í gær. 19. janúar 2007 14:45