Hvað með landshlutasjúkrahúsin? Reynir Arngrímsson og Ragnheiður Halldórsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti í september sl. skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans - íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum“, sem unnin var af McKinsey & Company. Var skýrslan tekin saman til að skýra hvaða breytingar þurfi að gera í íslenska heilbrigðiskerfinu til að beina þróuninni í átt að heildstæðari þjónustu fyrir íslenska þjóð eins og segir í formála hennar. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að hlutfall klínísks starfsfólks væri lágt samanborið við erlend viðmið. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Athyglisvert er að þrátt fyrir þetta kemur Ísland almennt vel út þegar gæði heilbrigðisþjónustunnar eru borin saman milli landa og enn betur þegar árangur er skoðaður í tengslum við útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni eru sterk varnaðarorð látin falla er lúta að mönnun lækna. Skýrsluhöfundar taka fram að Landspítalinn hefur átt erfitt með að laða að sérfræðilækna til starfa, en benda má á að það á ekki síður við um landshlutasjúkrahúsin. Fram koma áhyggjur af þeirri hættu fyrir landið í heild ef viðunandi og stöðug endurnýjun í læknahópnum á sér ekki stað. Áhersla er lögð á að tryggja verði að fjöldi lækna sé nægjanlegur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands er ekki viðunandi. Við bendum á að skoða verði þessi varnaðarorð í víðari skilningi en fyrir Landspítalann einan. Endurnýjun lækna á sjúkrahúsum á landsbyggðinni hefur ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið og má segja að starfsemi þeirra sé mikil hætta búin nú þegar. Kemur þar til m.a. að mikil samkeppni er um þá sérfræðilækna sem vilja snúa aftur heim og við þær aðstæður eiga smærri sjúkrahúsin undir högg að sækja. Heilbrigðisyfirvöld verða að tryggja að íslenskum sérfræðilæknum erlendis hugnist að snúa heim að loknu námi. Störf á landsbyggðinni og stöðum eins og Akureyri verða að vera samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun að endurspegla álag og ábyrgð. Koma verður á hvata til að læknar kjósi að setjast þar að. Skýrsluhöfundar benda á að vel sé réttlætanlegt að auka fjárveitingar til læknaþáttar heilbrigðisútgjalda og hvetja raunar til þess að sú leið sé farin. Slíkt skili sér í auknu hagræði og framleiðni í heilbrigðiskerfinu og sé eitt af lykilatriðum til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri sjúkrastofnana, stytta biðlista og fækka legudögum.Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Sjúkrahússins á Akureyri.Varasjúkrahús landsins Hafa ber í huga að þótt meirihluti þjóðarinnar búi á höfuðborgarsvæðinu dreifist búseta annarra á stórt svæði. Mikilvægt er að skipulag almanna- og öryggisþjónustu á heimaslóðum sé fullnægjandi og heilbrigðiskerfið geti sinnt hlutverki í nærumhverfi í sem víðustum skilningi. Hitt er ekki síður mikilvægt sjónarmið að sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sérstaklega, eru varasjúkrahús landsins, sem verða að vera reiðubúin að geta brugðist við ef vá steðjar að Landspítalanum og hann hættir að geta sinnt hlutverki sínu að hluta eða öllu leyti. Mönnun og verkefni sjúkrahússins verða að vera í samræmi við það. Enginn býst við slíkum ósköpum en þjóðaröryggisáætlun verður að taka mið af slíkum óvæntum og alvarlegum atvikum. Á sama hátt má benda á að þegar samdráttur verður í þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggðinni vegna læknaskorts vex álag á Landspítalann með viðhlítandi kostnaðarauka og rekstrarvanda og óþægindum fyrir þá sem um langan veg þurfa að fara til að fá heilbrigðisþjónustu, sem annars mætti veita í nær-heimbyggð. Við hvetjum til að í komandi ríkisstjórnarsáttmála verði tryggt að málefni landshlutasjúkrahúsa verði tekin til skoðunar og sett í forgrunn, með aðgerðaáætlun, fjárveitingum og sértækum hvataúrræðum sem tryggir að hægt sé ráða lækna til starfa á bráðasjúkrahúsum landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti í september sl. skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans - íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum“, sem unnin var af McKinsey & Company. Var skýrslan tekin saman til að skýra hvaða breytingar þurfi að gera í íslenska heilbrigðiskerfinu til að beina þróuninni í átt að heildstæðari þjónustu fyrir íslenska þjóð eins og segir í formála hennar. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að hlutfall klínísks starfsfólks væri lágt samanborið við erlend viðmið. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Athyglisvert er að þrátt fyrir þetta kemur Ísland almennt vel út þegar gæði heilbrigðisþjónustunnar eru borin saman milli landa og enn betur þegar árangur er skoðaður í tengslum við útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni eru sterk varnaðarorð látin falla er lúta að mönnun lækna. Skýrsluhöfundar taka fram að Landspítalinn hefur átt erfitt með að laða að sérfræðilækna til starfa, en benda má á að það á ekki síður við um landshlutasjúkrahúsin. Fram koma áhyggjur af þeirri hættu fyrir landið í heild ef viðunandi og stöðug endurnýjun í læknahópnum á sér ekki stað. Áhersla er lögð á að tryggja verði að fjöldi lækna sé nægjanlegur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands er ekki viðunandi. Við bendum á að skoða verði þessi varnaðarorð í víðari skilningi en fyrir Landspítalann einan. Endurnýjun lækna á sjúkrahúsum á landsbyggðinni hefur ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið og má segja að starfsemi þeirra sé mikil hætta búin nú þegar. Kemur þar til m.a. að mikil samkeppni er um þá sérfræðilækna sem vilja snúa aftur heim og við þær aðstæður eiga smærri sjúkrahúsin undir högg að sækja. Heilbrigðisyfirvöld verða að tryggja að íslenskum sérfræðilæknum erlendis hugnist að snúa heim að loknu námi. Störf á landsbyggðinni og stöðum eins og Akureyri verða að vera samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun að endurspegla álag og ábyrgð. Koma verður á hvata til að læknar kjósi að setjast þar að. Skýrsluhöfundar benda á að vel sé réttlætanlegt að auka fjárveitingar til læknaþáttar heilbrigðisútgjalda og hvetja raunar til þess að sú leið sé farin. Slíkt skili sér í auknu hagræði og framleiðni í heilbrigðiskerfinu og sé eitt af lykilatriðum til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri sjúkrastofnana, stytta biðlista og fækka legudögum.Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Sjúkrahússins á Akureyri.Varasjúkrahús landsins Hafa ber í huga að þótt meirihluti þjóðarinnar búi á höfuðborgarsvæðinu dreifist búseta annarra á stórt svæði. Mikilvægt er að skipulag almanna- og öryggisþjónustu á heimaslóðum sé fullnægjandi og heilbrigðiskerfið geti sinnt hlutverki í nærumhverfi í sem víðustum skilningi. Hitt er ekki síður mikilvægt sjónarmið að sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sérstaklega, eru varasjúkrahús landsins, sem verða að vera reiðubúin að geta brugðist við ef vá steðjar að Landspítalanum og hann hættir að geta sinnt hlutverki sínu að hluta eða öllu leyti. Mönnun og verkefni sjúkrahússins verða að vera í samræmi við það. Enginn býst við slíkum ósköpum en þjóðaröryggisáætlun verður að taka mið af slíkum óvæntum og alvarlegum atvikum. Á sama hátt má benda á að þegar samdráttur verður í þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggðinni vegna læknaskorts vex álag á Landspítalann með viðhlítandi kostnaðarauka og rekstrarvanda og óþægindum fyrir þá sem um langan veg þurfa að fara til að fá heilbrigðisþjónustu, sem annars mætti veita í nær-heimbyggð. Við hvetjum til að í komandi ríkisstjórnarsáttmála verði tryggt að málefni landshlutasjúkrahúsa verði tekin til skoðunar og sett í forgrunn, með aðgerðaáætlun, fjárveitingum og sértækum hvataúrræðum sem tryggir að hægt sé ráða lækna til starfa á bráðasjúkrahúsum landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun