Hvað með landshlutasjúkrahúsin? Reynir Arngrímsson og Ragnheiður Halldórsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Velferðarráðuneytið kynnti í september sl. skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans - íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum“, sem unnin var af McKinsey & Company. Var skýrslan tekin saman til að skýra hvaða breytingar þurfi að gera í íslenska heilbrigðiskerfinu til að beina þróuninni í átt að heildstæðari þjónustu fyrir íslenska þjóð eins og segir í formála hennar. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að hlutfall klínísks starfsfólks væri lágt samanborið við erlend viðmið. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Athyglisvert er að þrátt fyrir þetta kemur Ísland almennt vel út þegar gæði heilbrigðisþjónustunnar eru borin saman milli landa og enn betur þegar árangur er skoðaður í tengslum við útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni eru sterk varnaðarorð látin falla er lúta að mönnun lækna. Skýrsluhöfundar taka fram að Landspítalinn hefur átt erfitt með að laða að sérfræðilækna til starfa, en benda má á að það á ekki síður við um landshlutasjúkrahúsin. Fram koma áhyggjur af þeirri hættu fyrir landið í heild ef viðunandi og stöðug endurnýjun í læknahópnum á sér ekki stað. Áhersla er lögð á að tryggja verði að fjöldi lækna sé nægjanlegur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands er ekki viðunandi. Við bendum á að skoða verði þessi varnaðarorð í víðari skilningi en fyrir Landspítalann einan. Endurnýjun lækna á sjúkrahúsum á landsbyggðinni hefur ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið og má segja að starfsemi þeirra sé mikil hætta búin nú þegar. Kemur þar til m.a. að mikil samkeppni er um þá sérfræðilækna sem vilja snúa aftur heim og við þær aðstæður eiga smærri sjúkrahúsin undir högg að sækja. Heilbrigðisyfirvöld verða að tryggja að íslenskum sérfræðilæknum erlendis hugnist að snúa heim að loknu námi. Störf á landsbyggðinni og stöðum eins og Akureyri verða að vera samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun að endurspegla álag og ábyrgð. Koma verður á hvata til að læknar kjósi að setjast þar að. Skýrsluhöfundar benda á að vel sé réttlætanlegt að auka fjárveitingar til læknaþáttar heilbrigðisútgjalda og hvetja raunar til þess að sú leið sé farin. Slíkt skili sér í auknu hagræði og framleiðni í heilbrigðiskerfinu og sé eitt af lykilatriðum til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri sjúkrastofnana, stytta biðlista og fækka legudögum.Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Sjúkrahússins á Akureyri.Varasjúkrahús landsins Hafa ber í huga að þótt meirihluti þjóðarinnar búi á höfuðborgarsvæðinu dreifist búseta annarra á stórt svæði. Mikilvægt er að skipulag almanna- og öryggisþjónustu á heimaslóðum sé fullnægjandi og heilbrigðiskerfið geti sinnt hlutverki í nærumhverfi í sem víðustum skilningi. Hitt er ekki síður mikilvægt sjónarmið að sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sérstaklega, eru varasjúkrahús landsins, sem verða að vera reiðubúin að geta brugðist við ef vá steðjar að Landspítalanum og hann hættir að geta sinnt hlutverki sínu að hluta eða öllu leyti. Mönnun og verkefni sjúkrahússins verða að vera í samræmi við það. Enginn býst við slíkum ósköpum en þjóðaröryggisáætlun verður að taka mið af slíkum óvæntum og alvarlegum atvikum. Á sama hátt má benda á að þegar samdráttur verður í þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggðinni vegna læknaskorts vex álag á Landspítalann með viðhlítandi kostnaðarauka og rekstrarvanda og óþægindum fyrir þá sem um langan veg þurfa að fara til að fá heilbrigðisþjónustu, sem annars mætti veita í nær-heimbyggð. Við hvetjum til að í komandi ríkisstjórnarsáttmála verði tryggt að málefni landshlutasjúkrahúsa verði tekin til skoðunar og sett í forgrunn, með aðgerðaáætlun, fjárveitingum og sértækum hvataúrræðum sem tryggir að hægt sé ráða lækna til starfa á bráðasjúkrahúsum landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráðuneytið kynnti í september sl. skýrsluna „Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans - íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum“, sem unnin var af McKinsey & Company. Var skýrslan tekin saman til að skýra hvaða breytingar þurfi að gera í íslenska heilbrigðiskerfinu til að beina þróuninni í átt að heildstæðari þjónustu fyrir íslenska þjóð eins og segir í formála hennar. Ein af meginniðurstöðum skýrslunnar er að hlutfall klínísks starfsfólks væri lágt samanborið við erlend viðmið. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Athyglisvert er að þrátt fyrir þetta kemur Ísland almennt vel út þegar gæði heilbrigðisþjónustunnar eru borin saman milli landa og enn betur þegar árangur er skoðaður í tengslum við útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Í skýrslunni eru sterk varnaðarorð látin falla er lúta að mönnun lækna. Skýrsluhöfundar taka fram að Landspítalinn hefur átt erfitt með að laða að sérfræðilækna til starfa, en benda má á að það á ekki síður við um landshlutasjúkrahúsin. Fram koma áhyggjur af þeirri hættu fyrir landið í heild ef viðunandi og stöðug endurnýjun í læknahópnum á sér ekki stað. Áhersla er lögð á að tryggja verði að fjöldi lækna sé nægjanlegur til að heilbrigðiskerfinu sé ekki hætta búin ef hlutfall lækna sem snúa aftur til Íslands er ekki viðunandi. Við bendum á að skoða verði þessi varnaðarorð í víðari skilningi en fyrir Landspítalann einan. Endurnýjun lækna á sjúkrahúsum á landsbyggðinni hefur ekki gengið sem skyldi um nokkurt skeið og má segja að starfsemi þeirra sé mikil hætta búin nú þegar. Kemur þar til m.a. að mikil samkeppni er um þá sérfræðilækna sem vilja snúa aftur heim og við þær aðstæður eiga smærri sjúkrahúsin undir högg að sækja. Heilbrigðisyfirvöld verða að tryggja að íslenskum sérfræðilæknum erlendis hugnist að snúa heim að loknu námi. Störf á landsbyggðinni og stöðum eins og Akureyri verða að vera samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun að endurspegla álag og ábyrgð. Koma verður á hvata til að læknar kjósi að setjast þar að. Skýrsluhöfundar benda á að vel sé réttlætanlegt að auka fjárveitingar til læknaþáttar heilbrigðisútgjalda og hvetja raunar til þess að sú leið sé farin. Slíkt skili sér í auknu hagræði og framleiðni í heilbrigðiskerfinu og sé eitt af lykilatriðum til að ná fram meiri hagkvæmni í rekstri sjúkrastofnana, stytta biðlista og fækka legudögum.Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Sjúkrahússins á Akureyri.Varasjúkrahús landsins Hafa ber í huga að þótt meirihluti þjóðarinnar búi á höfuðborgarsvæðinu dreifist búseta annarra á stórt svæði. Mikilvægt er að skipulag almanna- og öryggisþjónustu á heimaslóðum sé fullnægjandi og heilbrigðiskerfið geti sinnt hlutverki í nærumhverfi í sem víðustum skilningi. Hitt er ekki síður mikilvægt sjónarmið að sjúkrahúsin á landsbyggðinni, eins og Sjúkrahúsið á Akureyri sérstaklega, eru varasjúkrahús landsins, sem verða að vera reiðubúin að geta brugðist við ef vá steðjar að Landspítalanum og hann hættir að geta sinnt hlutverki sínu að hluta eða öllu leyti. Mönnun og verkefni sjúkrahússins verða að vera í samræmi við það. Enginn býst við slíkum ósköpum en þjóðaröryggisáætlun verður að taka mið af slíkum óvæntum og alvarlegum atvikum. Á sama hátt má benda á að þegar samdráttur verður í þjónustu sjúkrahúsa á landsbyggðinni vegna læknaskorts vex álag á Landspítalann með viðhlítandi kostnaðarauka og rekstrarvanda og óþægindum fyrir þá sem um langan veg þurfa að fara til að fá heilbrigðisþjónustu, sem annars mætti veita í nær-heimbyggð. Við hvetjum til að í komandi ríkisstjórnarsáttmála verði tryggt að málefni landshlutasjúkrahúsa verði tekin til skoðunar og sett í forgrunn, með aðgerðaáætlun, fjárveitingum og sértækum hvataúrræðum sem tryggir að hægt sé ráða lækna til starfa á bráðasjúkrahúsum landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar