Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni? Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun