Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni? Reynar Kári Bjarnason skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 28.06.2025 Halldór Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Einelti í skólum og meðal barna og ungmenna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og ekki að ósekju, enda getur einelti eyðilegt líf ungs fólks. Með þessari grein vil ég vekja athygli á því að einelti á sér ekki einungis stað í skólum landsins heldur einnig á vinnustöðum þar sem fullorðið fólk starfar. Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun. Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.Lagaleg skylda að bregðast viðSamkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála. Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar