
Er verið að leggja mig í einelti í vinnunni?
Er verið að leggja þig í einelti í vinnunni? Það mætti halda að svarið við þessari spurningu væri einfalt, sem það er þó alls ekki alltaf. Einelti er flókið hugtak og fólk leggur ólíka merkingu í hvað felst í því að vera lagður í einelti. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að tala um að fullorðið fólk gæti orðið fyrir einelti í vinnunni. Það eru dæmi um það að fólk hefur jafnvel verið lagt í einelti árum saman án þess að gera sér grein fyrir því. Þó starfsfólk verði fyrir óviðeigandi framkomu í vinnunni er það oft ekki visst um hvort sú framkoma geti flokkast sem einelti. Einnig er algengt að þolendur eineltis kenni sjálfum sér um eða treysti sér hreinlega ekki til að leggja fram formlega kvörtun.
Að bera fram ásökun um einelti er alvarlegt mál sem ætti ekki að gera án góðs rökstuðnings. Til að gera sér betur grein fyrir því hvort um einelti er að ræða þarf fólk að halda vel utan um þau atvik sem það upplifir sem neikvæða framkomu í sinn garð. Í framhaldi af því þarf að meta atvikin með tilliti til skilgreiningar á einelti. Í reglugerð nr. 1009 frá 2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað (3. gr.) kemur fram eftirfarandi skilgreining: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Lagaleg skylda að bregðast við
Samkvæmt vinnuverndarlögum er óheimilt að leggja samstarfsfólk í einelti. Stjórnendur hafa því lagalega skyldu til að bregðast við ef upp kemur grunur eða kvörtun um einelti. Þeim ber að taka slíkar kvartanir alvarlega og skoða slíkt með varfærni og virðingu. Oft getur reynst erfitt að rannsaka mál af hlutleysi á vinnustöðum vegna tengsla, auk þess geta mál sem þessi oft verið afar snúin. Nauðsynlegt getur verið að fá óháða utanaðkomandi sérfræðinga til að taka að sér rannsókn slíkra mála. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að finna lista yfir viðurkenna þjónustuaðila í vinnuvernd sem sérhæfa sig í úrvinnslu slíkra mála.
Öll eigum við rétt á því að líða vel í vinnu og upplifa öryggi. Mikilvægt að leita leiða til að skapa góðan starfsanda á vinnustaðnum og grípa fljótt inn í ef upp koma samskiptaerfiðleikar eða árekstrar. Ef einelti líðst á vinnustað geta afleiðingarnar t.d. orðið mikil starfsmannavelta og tíð veikindi auk þess sem orðspor vinnustaðarins spillist.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar

80 dauðsföll á þessu ári
Sigmar Guðmundsson skrifar

Lægstu barnabætur aldarinnar?
Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvað gera bændur nú?
Trausti Hjálmarsson skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Sjúkraliðar mættir til leiks
Sandra B. Franks skrifar

Íslendingar standa ekki gegn hatri
Þórarinn Hjartarson skrifar

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Erna Bjarnadóttir skrifar

Svandís sýndi á spilin
Birgir Dýrfjörð skrifar

Sumar hinna háu sekta
Ingvar Smári Birgisson skrifar

Má Landsvirkjun henda milljörðum?
Rafnar Lárusson skrifar

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar

Vindmyllur á Íslandi
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar