Hefur alltaf verið í íþróttum Sæunn Gísladóttir skrifar 7. september 2016 11:00 Björn hefur mjög gaman af tónleikum og reynir að sækja alla stærstu tónleika landsins. Vísir/GVA „Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær. Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig, mér líst mjög vel á þetta,“ segir Björn Þór Hermannsson sem tók við starfi skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 1. september. Hann hefur starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá 2011 en áður starfaði hann í velferðarráðuneytinu. Björn hefur frá árinu 2014 verið staðgengill skrifstofustjóra. „Skrifstofan undirbýr stefnumörkun í fjármálum hins opinbera og setningu heildarmarkmiða varðandi þróun ríkisfjármála til skemmri og lengri tíma í samræmi við áherslu stjórnvalda á hverjum tíma. Skrifstofan hefur yfirumsjón með gerð fjármálastefnu og árlegrar fjármálaáætlunar fyrir hið opinbera í heild, og hefur forystu um undirbúning frumvarps til fjárlaga. Við berum því ábyrgð á að gefa út fjárlög, fjáraukalög og lokafjárlög á hverju ári, eða öllu sem snýr að fjárlagagerð fyrir ríkið,“ segir Björn. Að sögn Björns hefur starfið breyst þannig að nú er meira að gera yfir allt árið. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Björn hafi lokið B.Sc. prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2010. „Ég á mjög auðvelt með að vinna með tölur og því um líkt,“ segir Björn kíminn. Helstu áhugamálin utan vinnunnar eru íþróttir, hvort sem það er innanhúss eða utanhúss. „Ég hef æft íþróttir frá því að ég man eftir mér, ég var í frjálsum og fótbolta og hef lengst af verið í körfubolta. Nú eru það körfubolti, útihlaup eða ræktin. Ég reyni að hreyfa mig helst oft í viku og blanda þessu saman.“ Björn segist líka reyna að fylgjast vel með öllum leikjum. Björn á tvö börn og segist vera að reyna að koma þeim í íþróttir. „Dóttirin er komin í fimleika, svo er bara að sjá hvað guttinn vill. Hann hefur sýnt boltaíþróttum og körfubolta smá áhuga, en hann er bara fimm ára og þetta er því ekki komið á hreint enn þá.“ Björn hefur líka mikinn áhuga á útiveru, tónlist og ferðalögum. Hann sækir reglulega tónleika og segist reyna að fara á eins marga af stærri tónleikum sem hann kemst á hér á landi. „Ég er þó ekki búinn að kaupa miða á Justin Bieber-tónleikana á föstudaginn,“ segir hann og hlær.
Tengdar fréttir Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12 Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Sjá meira
Björn Þór skipaður skrifstofustjóri skrifstofu opinberra fjármála Björn Þór Hermannsson hefur verið skipaður í embætti skrifstofustjóra skrifstofu opinberra fjármála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 31. ágúst 2016 13:12