Sala Legokubba eykst en hagnaður ekki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 11:15 Helstu kennileiti Lundúna má finna í Legolandi, skemmtigarði Lego í dönsku borginni Billund. Vísir/Getty Danski leikfangaframleiðandinn Lego seldi ellefu prósent fleiri Legokubba á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árið 2015. Velta fyrirtækisins á sama tímabili var nærri sextán milljarðar danskra króna, andvirði 272 milljarða íslenskra króna. Sala kubbanna jókst mest í Evrópu og Asíu. Hún hélst þó sú sama og hún var í fyrra bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir aukninguna dróst hagnaður saman. Hagnaður fyrri hluta þessa árs var um 3,5 milljarðar danskra króna, andvirði sextíu milljarða íslenskra króna, samanborið við um 3,6 milljarða danskra króna fyrri hluta ársins 2015. Vöxtur fyrirtækisins var mikill á fyrri hluta ársins. Verksmiðjur voru opnaðar bæði í kínversku borginni Jiaxing og Monterrey í Mexíkó. Þá voru 3.500 nýir starfsmenn ráðnir, jafn margir og á öllu síðasta ári, og vinna nú um 18.500 hjá fyrirtækinu á heimsvísu. Í tilkynningu fyrirtækisins í gær sagði framkvæmdastjóri Lego, Jorgen Vig Knudstorp, að það að viðhalda slíkum vexti ár eftir ár í meira en áratug bæri vitni um alla þá möguleika sem börn finna í því að leika sér með Legokubba. Einnig væri erfiðisvinna rúmlega átján þúsund starfsmanna lykilþáttur. Tengdar fréttir Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danski leikfangaframleiðandinn Lego seldi ellefu prósent fleiri Legokubba á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili árið 2015. Velta fyrirtækisins á sama tímabili var nærri sextán milljarðar danskra króna, andvirði 272 milljarða íslenskra króna. Sala kubbanna jókst mest í Evrópu og Asíu. Hún hélst þó sú sama og hún var í fyrra bæði í Norður- og Suður-Ameríku. Þrátt fyrir aukninguna dróst hagnaður saman. Hagnaður fyrri hluta þessa árs var um 3,5 milljarðar danskra króna, andvirði sextíu milljarða íslenskra króna, samanborið við um 3,6 milljarða danskra króna fyrri hluta ársins 2015. Vöxtur fyrirtækisins var mikill á fyrri hluta ársins. Verksmiðjur voru opnaðar bæði í kínversku borginni Jiaxing og Monterrey í Mexíkó. Þá voru 3.500 nýir starfsmenn ráðnir, jafn margir og á öllu síðasta ári, og vinna nú um 18.500 hjá fyrirtækinu á heimsvísu. Í tilkynningu fyrirtækisins í gær sagði framkvæmdastjóri Lego, Jorgen Vig Knudstorp, að það að viðhalda slíkum vexti ár eftir ár í meira en áratug bæri vitni um alla þá möguleika sem börn finna í því að leika sér með Legokubba. Einnig væri erfiðisvinna rúmlega átján þúsund starfsmanna lykilþáttur.
Tengdar fréttir Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bayer býður 7.600 milljarða í Monsanto Þýski lyfjarisinn Bayer tilkynnti í gær um 65 milljarða dala, andvirði um 7.500 milljarða króna, tilboð sitt í bandaríska fyrirtækið Monsanto 7. september 2016 10:45