47 stoðsendingar og nýtt met hjá Golden State í nótt | Sjáðu veisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 17:00 Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt. Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016 NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira