Körfubolti

47 stoðsendingar og nýtt met hjá Golden State í nótt | Sjáðu veisluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt.
Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt.
Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana.

Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum.

Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur.

Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt.



Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991.

Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met.

Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik.

Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga mun

Þessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt:

Draymond Green    11

Stephen Curry    9

Kevin Durant    5

Andre Iguodala    5

Patrick McCaw    4

David West    4

Zaza Pachulia    2

Klay Thompson    2

Shaun Livingston    2

Anderson Varejao    2

Ian Clark    1





















NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×